Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 131
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU
131
Loks er þessi áletrun með gotnesku letri:
Þennann Skijrnar Saa Hefur Uthoggvid
Gudmundur Gudmundsson Epter Forlæge
og firersogn Vird(uglegs) H(erra) Gijsla
Thorlakssonar Biskups a Holum 1674.
Í bókinni Um Hóladómkirkju, segir Þor-
steinn Gunnarsson um skírnarsáinn:
Skírnarsárinn stendur í miðjum ganginum
norðanmegin, ívið sunnar en í upphafi, og
settur undir hann fótur frá 1886 en áður
stóð hann á ferhyrndum fæti af tilhöggn-
um rauðum steini með strikuðum brúnum
og svofelldri áletrun: Soli Deo Gloria
1762. Þann umbúnað gerði Sabinsky
múrari og var þessi stöpull 20 cm lægri en
sá yngri. Sárinn er gerður af gráu klébergi
(fitusteini) og finnst sú bergtegund ekki
hér á landi en er algeng bæði á Græn-
landi og í Noregi. Hann er fagurlega
höggvinn í barokkstíl af Guðmundi Guð-
mundssyni skurðlistarmanni og bónda í
Bjarnastaðahlíð. (ÞG 1993, 46)
Í grein Kristjáns Eldjárns, „Íslenzkur
barokkmeistari“, segir:
Víðkunnasta listaverk Guðmundar smiðs er
skírnarfonturinn í Hóladómkirkju, . . . sem .
. . er annar þeirra tveggja hluta, sem beinlínis
er merktur honum. . . . Skírnarfonturinn
á Hólum er mjög fallega gerður, án efa eitt
bezta hagleiksverk, sem við eigum frá fyrri
tíð. En hann er einnig ómetanleg heimild
um list Guðmundar smiðs og leiðbeining
til að þekkja aðra smíðisgripi hans, þar sem
á honum eru jöfnum höndum sýnishorn
af skrautverki, myndagerð og leturgerð
Guðmundar. (KE 1961, 146–147)
Hér á eftir verður gerð frekari grein fyrir
skírnarsánum og ýmsu sem honum
er tengt. Greinin er að hluta byggð á
rannsókn norska listfræðingsins Monu
Bramer Solhaug, sem ástæða er til að
kynna lesendum betur en gert hefur verið.
Solhaug hefur mikið rannsakað forna
skírnarfonta í Noregi og m.a. skrifað um
þá tveggja binda doktorsritgerð (Osló
2000). Hér verður bætt við efni sem er
nýtt í þessu samhengi, um fyrirmyndir að
myndefninu á fontinum og fleira.
Grein Monu Bramer Solhaug
Í ÁRBÓK Hins íslenska fornleifafélags
2006–2007 er grein eftir norska list-
fræðinginn Monu Bramer Solhaug:
„Skírnarsárinn í Hóladómkirkju. Um-
breyttur norskur skírnarfontur frá
miðöldum.“ Þar kemst hún að þeirri
niðurstöðu að skírnarsárinn á Hólum
sé í raun norskur miðaldafontur, sem
hefur verið höggvinn að nýju. Hann
er náskyldur fjórum norskum skírnar-
fontum úr klébergi, svokölluðum tunnu-
fontum, sem eru í kirkjum á Hörðalandi
og Rogalandi í Vestur-Noregi og gætu
hafa verið smíðaðir í Björgvin (frekar
en Stafangri) á árabilinu 1200–1250, en
erfitt er þó að tímasetja þá nákvæmlega.6
Tunnufontarnir eru í kirkjunni í Orre
6 Tunnulagið er ekki mjög áberandi á Hólafontinum, enda er skrautverkið á hliðunum nokkuð djúpt höggvið.
Kristján Eldjárn (1961, 147) telur líklegt að „Guðmundur smiður, eða þeir Hólamenn, hafi pantað steininn frá
Noregi.“ Hann gerir ráð fyrir að steinninn hafi komið ómótaður til landsins, sbr. Kristján Eldjárn (1963, 30).
Þóra Kristjánsdóttir (2005, 58) segir að Hólafonturinn líkist fremur miðaldafontum en þeim fontum sem komu í
kirkjurnar eftir siðaskipti, og vísar um það í sendibréf frá Monu Solhaug, 25. ágúst 2002.