Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 127

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 127
SKÍRNARFONTURINN Í HÓLADÓMKIRKJU 127 Forn lagaákvæði um skírn LAGASAFN þjóðveldisins, Grágás, hefst á Kristinna laga þætti. Þar eru í upphafi ítarleg ákvæði um skírn barna, og má þar af ýmsu marka mikilvægi athafnarinn- ar.3 Þar segir m.a.: Á dögum feðra vorra voru þau lög sett að allir menn skulu kristnir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður og son og anda helgan. / Barn hvert skal færa til kirkju er alið er, sem fyrst má, með hverri skepnu [sköpulagi] sem er. . . . Ef barn er svo sjúkt að við bana sé hætt og náir [nær] eigi prestsfundi, og á þá karlmaður ólærður að skíra barn. Ef það er að búanda húsi, og skal taka vatn í keraldi. Ef barn verður sjúkt á förnum vegi, og skal taka vatn þar er vatni náir eða sjó ef eigi náir vatni. Hann skal svo mæla: „Eg vígi þig, vatn, í nafni föður,“ og gera kross á vatninu með hendi sinni hinni hægri, „og sonar,“ og gera annan kross á vatninu, „og anda heilags,“ og gera hinn þriðja kross á vatninu. Hann skal bregða þumalfingri sínum í kross á vatninu við hvert orð þeirra þriggja. Þá skal hann gefa nafn barninu svo sem það skal heita, hvort sem er sveinn eða mær, og mæla svo: „Eg skíri þig,“ og nefna barnið, „í nafni föður,“ og drepa [dýfa] barninu í vatnið um sinn [einu sinni], jafnt [beint] fram fyrir sig, „og sonar,“ og drepa í vatnið í annað sinn höfði barnsins til vinstri handar, „og anda heilags,“ og drepa hið þriðja sinn til hægri handar höfði barnsins í vatnið, svo að það verði alvott í hvert sinnið. Þó er rétt að um sinn [einu sinni] sé í drepið í vatnið eða hellt á eða ausið, ef eigi verður ráðrúm að öðru. . . . Sveinn sjö vetra gamall skal skíra barn ef eigi er rosknari maður til. Því aðeins skal yngri sveinn skíra ef hann kann bæði Pater noster [Faðirvorið] og Credo in deum [Trúarjátninguna]. Skíra skal kona barn ef eigi eru karlar til, og varðar henni þvílíkt sem karlmanni ef hún kann eigi. . . . Tólf vetra gömlum körlum, og svo konum, er skylt að kunna að skíra barn, og þau orð og atferli er þar fylgja. . . . Hverjum manni er skylt, bæði karlmanni og konu er hyggjandi [vit] hefir til, að kunna Pater noster og Credo. En ef hann vill eigi kunna og hafi hann vit til, það varðar fjörbaugsgarð. (Grágás 1992, 1–5) Kristinréttur hinn forni gilti í Skál- holtsbiskupsdæmi til 1275, en í Hóla- biskupsdæmi til 1354. Þá tók við Kristinréttur Árna Þorlákssonar, eða Kristinréttur hinn nýi, sem var í gildi til siðaskipta. Hann hefst á ákvæðum Um barnskírn. Þar er athöfninni lýst svo: Ala skal barn hvert er borið verður og mannshöfuð er á, þó að nokkur örkyml [vansköpun] sé á, og til kirkju færa svá sem fyrst kemst við og skíra láta prest ef honum náir. Elligar skulu konur svá fyrir 3 Solhaug (2008, 225–226) lýsir skírnarsiðum að kirkju, sem voru fyllri en sú skírn sem leikmenn máttu fram- kvæma ef barn var sjúkt (skemmri skírn) og lýst er í Grágás. Hún segir að niðurdýfingin hafi verið táknræn, ekki var algengt á Norðurlöndum að dýfa barninu alveg á kaf, eins og margir virðast halda; einnig mátti ausa þrisvar. Einhver munur var á milli biskupsdæma, auk þess sem venjur breyttust í tímans rás. Í bókinni Kristni á Íslandi 1 (2000, 335–338) segir: „Meginþættir skírnarinnar voru þó ætíð hinir sömu: Hreinsun skírnþega af illum öndum með særingum og salti sem sett var í munn hans, afneitun djöfulsins, játning trúar á Guð föður, son og heilagan anda, þreföld niðurdýfing í vatn og loks smurning er táknaði gjöf heilags anda. Að athöfn lokinni var skírnþegi færður í hvít klæði, svokallaðar hvítavoðir.“ Sjá einnig Guðbrand Jónsson (1919–1929, 350–351).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.