Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 106

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK 106 á Kjalarnesi. Hann kom til náms í Skálholtsskóla 1702 og brautskráðist þaðan 1709. Vígslu tók hann 1716 og gerðist þá aðstoðarprestur hjá föður sínum. Gegndi hann því starfi meðan faðir hans lifði og tók við Goðdalaprestakalli að honum látnum 1736. Hélt hann síðan embættinu meðan hann lifði eða til 1757. Fátt mun nú kunnugt um andlegt atgervi Sveins prests, en fremur fékk hann lélegan vitnisburð hjá hinum danska Lúðvík Harboe sem hér fór með biskupsvald um skeið og kannaði kristnihald, siðferði og menningarlíf þjóðarinnar laust fyrir miðja 18. öld. En búmaður var prestur þessi góður og efnaðist ágætlega. Séra Sveinn kvæntist árið 1720 Guðrúnu Þorsteinsdóttur á Víðivöllum, Hafliðasonar. Börn þeirra sem upp komust voru: Séra Jón í Goðdölum, Páll gull- og silfursmiður á Steinsstöðum, Einar í Héraðsdal, Oddur í Glæsibæ, Krákur smiður á Leifsstöðum í Svartárdal, Hún., Björg sem var fyrri kona Þorkels Ólafssonar á Sviðningi í Kolbeinsdal, Þorbjörg sem átti Eirík Guðmundsson á Írafelli, og Guðrún sem átti Jón Pálsson á Miðhúsum í Austurdal. Hagleiksmenn í ættinni MARGIR AF afkomendum séra Sveins voru kunnir hagleiksmenn, svo að í frásögur var fært. Stefán Jónsson fræðimaður á Höskuldsstöðum segir svo í Djúpdæla sögu sinni um Pál Sveinsson sem sjálfur var annálaður gull- og silfursmiður: „Páll silfursmiður á Steinsstöðum. Hann átti son, Jón að nafni, áður en hann giftist. Var Jón sá á sinni tíð einhver mestur gull- og silfursmiður á Austfjörðum og bjó þar eystra. Kona Páls á Steinsstöðum var Guðrún dóttir Jóns á Ökrum, Eggertssonar, Jónssonar, Eggertssonar. Þeirra synir voru margir og nafnkenndir á sinni tíð, kallaðir Steinsstaðabræður: Eiríkur, Benedikt, Þorsteinn hreppstjóri á Reykjavöllum, faðir Páls í Pyttagerði, hraðskálds hins mikla, og Sveinn læknir í Vík syðra. Þeir Steinsstaðabræður voru allir smiðir og allir skáldmæltir vel. Einn af sonum Sveins læknis var Jón prestur á Mælifelli. Sveinn læknir þótti afbragðsmaður um flest á sinni tíð.“ Þá var Krákur Sveinsson víðkunnur fyrir hagleik. Um hann segir Stefán fræðimaður á þessa leið: „Er sú saga sögð um hagleik hans, að eitt sinn á alþingi hafi höfðingjar tveir slegið í kappmæli um það, hvor þeirra mundi með betri smíðisgrip geta komið úr sínum fjórðungi á næsta alþing og veðjuðu um. Var það ákveðið að smíða skyldi hamar. Norðlendingurinn fékk Krák til smíðisgerðarinnar, og lauk hann því fyrir tilsettan tíma. Þóttu báðir góðir, og varð þeim ógreitt um úrskurð. Smiður sá hinn sunnlenski var þar, og kvað hann, að hér um þyrfti ei lengi að vefja álit manna. Væri gripur Kráks það betri en sinn, að þar sem hann sjálfur hefði þurft að nota þjölina til að fegra grip sinn, þá hefði Krákur aðeins notað hamarinn, því gripur Kráks kæmi fyrir sjónir eins og þá hann hefði frá smiðjuaflinum komið. Þótti öllum hinum sunnlenska smið vel fara með umsögn smíðisins og norðanmanni dæmt veðféð. Lét hinn sér það vel líka.“ Séra Sveinn og Hjálmur á Ábæ ÝMSAR SÖGUR voru sagðar af séra Sveini og í þætti sem Gísli Konráðsson skráði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.