Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 36

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 36
SKAGFIRÐINGABÓK 36 Bang hafði skreytt búðina og stillt út margvíslegum jólavörum, sem komu víst beint frá útlöndum og fengust hvergi nema í Apótekinu á Sauðárkróki.“ Minna var jafnan vel til höfð, glöð í bragði og kom sér hvarvetna vel; á nær öllum ljósmyndum er hún brosandi eða hlæjandi. Hún fór allra sinna ferða á hjóli og þótt hún tæki síðar bílpróf, þá man hana enginn undir stýri en jafnan á hjóli, oft með alpahúfu. „Hún hjólaði hnarreist um bæinn, með bastkörfu á stýrinu, og sýndi með útréttri hendi hvert hún ætlaði“ segir Brynjar Pálsson í minningargrein. Alla tíð var hún gefin fyrir útivist. „Jeg var útigönguhross“ sagði hún í viðtali á efri árum við Danmarks radio. Hún var mikið úti með dæturnar, fór til dæmis með þær á skíði sem var fágætt á þeim árum. Börnin í útbænum fengu lánuð hjól hjá Dönunum í Apótekinu, segir Árni Blöndal. Og í Apótekinu var líka hægt að fá framandi sælgæti, ekki einungis apótekaralakkrís, sem svo var kallaður, heldur bakaði Minna framandi bakkelsi og fékk líka kökur að utan úr marsipani sem var algjörlega nýtt bragð á tungu barna. Slíkar kökur voru skornar út í margvíslegum dýramyndum þegar dró að jólum. Og víst var eftirsótt að súpa límonaði í garðinum þegar sól skein í heiði – í góðu skjóli fyrir hafgolunni. Fleira hafði aðdráttarafl í Apótek- inu. Minna og Bang tóku með sér páfagaukspar frá Danmörku eftir utan- landsferð, líklega 1949, svokallaða gára. Parið fjölgaði sér enda höfðu þau sérstakan varpkassa á búrinu fyrir eggin. Þegar best lét voru þetta 12-14 litskrúðugir fuglar í tveimur búrum. Þetta er mörgum rosknum Króksurum minnisstætt frá æskuárum og oft komu krakkar beinlínis til þess að fá að skoða páfagaukana. Bang hændi þessa fugla að sér, en Minnu leiddist oft hávaðinn í þeim, auk þess sem heilmikill óþrifn- aður fylgdi fuglunum með tilheyrandi hreingerningum. Þessi gára-stofn dó út um 1967–70. Löngu fyrr hafði Bang átt hund, tík sem hét Biana. Menn mundu að þessi tík gleypti forláta gullskrúfblýant og var þá lokuð inni nokkra daga og dýrið skilaði því sem skila átti. Bang gaf þennan hund frá sér þegar hann fór utan 1934, en tíkin undi sér ekki hjá nýjum eiganda og var lógað. Minna fór með körfu sína að tína ýmiss konar jurtir til matargerðar og þó einkum sveppi. Líklega hefur hún kennt Króksurum að borða gorkúlur, eins og sveppir hétu í munni manna þessi ár. Sá sem hér skrifar getur trútt um talað því að nokkur sumur kom Minna og tíndi sveppi á lóðinni við Skagfirðingabraut 15, „tær eru svo ægilega góðar, Svenni“ sagði hún við pabba og þetta endaði með að mamma og amma fóru að tína gorkúlur og steikja. Skrifari man líka að fólk hneykslaðist á því að Danirnir í Tíkin Biana af boxerkyni spókar sig á Gömlubryggju. Tvö skip á legunni, Dettifoss til hægri. Ljósm.: Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.