Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 36
SKAGFIRÐINGABÓK
36
Bang hafði skreytt búðina og stillt út
margvíslegum jólavörum, sem komu víst
beint frá útlöndum og fengust hvergi
nema í Apótekinu á Sauðárkróki.“
Minna var jafnan vel til höfð, glöð í
bragði og kom sér hvarvetna vel; á nær
öllum ljósmyndum er hún brosandi eða
hlæjandi. Hún fór allra sinna ferða á hjóli
og þótt hún tæki síðar bílpróf, þá man
hana enginn undir stýri en jafnan á hjóli,
oft með alpahúfu. „Hún hjólaði hnarreist
um bæinn, með bastkörfu á stýrinu, og
sýndi með útréttri hendi hvert hún ætlaði“
segir Brynjar Pálsson í minningargrein.
Alla tíð var hún gefin fyrir útivist. „Jeg var
útigönguhross“ sagði hún í viðtali á efri
árum við Danmarks radio. Hún var mikið
úti með dæturnar, fór til dæmis með þær á
skíði sem var fágætt á þeim árum.
Börnin í útbænum fengu lánuð hjól
hjá Dönunum í Apótekinu, segir Árni
Blöndal. Og í Apótekinu var líka hægt
að fá framandi sælgæti, ekki einungis
apótekaralakkrís, sem svo var kallaður,
heldur bakaði Minna framandi bakkelsi
og fékk líka kökur að utan úr marsipani
sem var algjörlega nýtt bragð á tungu
barna. Slíkar kökur voru skornar út í
margvíslegum dýramyndum þegar dró
að jólum. Og víst var eftirsótt að súpa
límonaði í garðinum þegar sól skein í
heiði – í góðu skjóli fyrir hafgolunni.
Fleira hafði aðdráttarafl í Apótek-
inu. Minna og Bang tóku með sér
páfagaukspar frá Danmörku eftir utan-
landsferð, líklega 1949, svokallaða
gára. Parið fjölgaði sér enda höfðu
þau sérstakan varpkassa á búrinu fyrir
eggin. Þegar best lét voru þetta 12-14
litskrúðugir fuglar í tveimur búrum.
Þetta er mörgum rosknum Króksurum
minnisstætt frá æskuárum og oft komu
krakkar beinlínis til þess að fá að skoða
páfagaukana. Bang hændi þessa fugla
að sér, en Minnu leiddist oft hávaðinn
í þeim, auk þess sem heilmikill óþrifn-
aður fylgdi fuglunum með tilheyrandi
hreingerningum. Þessi gára-stofn dó út
um 1967–70. Löngu fyrr hafði Bang átt
hund, tík sem hét Biana. Menn mundu
að þessi tík gleypti forláta gullskrúfblýant
og var þá lokuð inni nokkra daga og
dýrið skilaði því sem skila átti. Bang gaf
þennan hund frá sér þegar hann fór utan
1934, en tíkin undi sér ekki hjá nýjum
eiganda og var lógað.
Minna fór með körfu sína að tína
ýmiss konar jurtir til matargerðar og þó
einkum sveppi. Líklega hefur hún kennt
Króksurum að borða gorkúlur, eins og
sveppir hétu í munni manna þessi ár. Sá
sem hér skrifar getur trútt um talað því
að nokkur sumur kom Minna og tíndi
sveppi á lóðinni við Skagfirðingabraut
15, „tær eru svo ægilega góðar, Svenni“
sagði hún við pabba og þetta endaði
með að mamma og amma fóru að tína
gorkúlur og steikja. Skrifari man líka
að fólk hneykslaðist á því að Danirnir í
Tíkin Biana af boxerkyni spókar sig á
Gömlubryggju. Tvö skip á legunni, Dettifoss
til hægri.
Ljósm.: Úr einkasafni