Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 35

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 35
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI 35 Þorvaldsson kaupmaður] á móti okkur á boddýbílnum sem við settum allt dótið í. Barnavagninn settum við í land í Siglufirði og sendum hann með mjólkurbátnum [„Úlfi Uggasyni“ eða „Mjölni“ sem Skafti Stefánsson í Nöf notaði til að flytja mjólk frá Króknum út í Siglufjörð]. Það var glæsileg sjón að sjá þegar báturinn lullaði út með barnavagninn þinn bundinn ofan á stýrishúsið. Þegar báturinn kom til Sauðárkróks hélt fólkið að við hefðum sent þig á undan okkur!“ Ferðin frá Akureyri gekk áfallalaust og nú „var du kommet hjem“. Minna minntist þess á efri árum hvað samstaða íbúanna var mikil. Nokkrum mánuðum eftir að hún settist að í bænum fórust tveir bátar í óveðri 14. desember 1935 með allri áhöfn, „Aldan“ og „Njörður“, auk þess sem bóndi á Reykjaströnd varð úti og margir sluppu með skrekkinn. Þetta var samfélaginu þungt áfall og Minna minntist þessa alla ævi. Þau nefndu oft að þessi samheldni og samúð íbúanna hafi átt sinn þátt í að þau ílentust á Króknum. Ferskur andblær fylgdi Minnu á Krókinn. Króksarar voru í fyrstu eitthvað feimnir við þessa ungu konu, nema börnin. Minna var mikið úti og börnin fylgdu henni í gönguferðir og hún spurði um nöfn á hinu og þessu, hvort sem var í fjöru eða á fjalli. Hún sagði í áðurnefndu viðtali að hvatinn til að læra málið vel hafi ekki verið til staðar í fyrstu því að þau ætluðu einungis að búa á Króknum í fimm ár. Og vegir tungunnar geta líka verið býsna brattir. Minna lýsir því spaugilega: „Ég man alltaf eftir því að þegar veðurfregnir í útvarpinu voru festar á blaði upp á töflu við dyrnar á gamla apótekinu þá stóð oft orðið – stinningskaldi – í veðurlýsingunni. Ég las þetta sem – stemmningskaldi – og hélt að þetta væri svona passlegur kuldi fyrir Íslendinga.“ Hún gerði sjálf góðlátlegt grín að málnotkun sinni. Húnvetningar komu náttúrlega á Krókinn þá sem nú. Þeir hétu Húnvettlingar í munni Minnu! Kári Jónsson (1933–1991) ólst upp í næsta húsi við Apótekið. Hann segir svo í minningargrein um Bang: „Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir er tengt Apótekinu og fólkinu þar. Þannig minn- ist ég bjartra sumardaga í garðinum við Apótekið þar sem drukkið var kaffi eða límonaði í sólskininu og húsbændurnir léku sér í tennis við vini og kunningja. Þetta var okkur krökkunum framandi og bar með sér dálítinn andblæ frá útlandinu. Og ég man líka, að jólin voru örugglega ekki á næsta leiti fyrr en Birgit ásamt mormor, Anne Laursen, sem kom þrívegis í heimsókn á Krókinn. Myndin er tekin 1947. Bíllinn er Ford Prefect módel '46. Ljósm.: Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.