Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 84

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 84
SKAGFIRÐINGABÓK 84 kemur niður í frosinn hólinn og var hún dauð með það sama. Þegar að var gáð var smá steinvala undir enninu og gat á hauskúpunni. Þetta þótti sú viðvörun sem dugði til að börnin hættu að leika sér uppi á Álfhól. Álagabásinn ÝMISLEGT varð maður var við á Narfa- stöðum sem ef til vill var ekki svo undarlegt miðað við hvað mikil umferð var yfir veturinn meðan Héraðsvötnin voru á ís. Í þau rúmlega 30 ár sem foreldrar mínir bjuggu á Narfastöðum gátu þeir aldrei átt nema tvær fullorðnar kýr í fjósinu, en þar voru þrír básar fyrir fullorðnar kýr og einn fyrir vetrung fremst í fjósinu. Á innsta básnum lifðu aldrei kýr því þær misfórust alltaf einhvern veginn. Fjórum til fimm árum áður en við fluttum í Viðvík barst þetta í tal við Stefán Þorgrímsson bónda í Ásgeirsbrekku. Hann sagðist ekki trúa því að ekki væri hægt að láta kú lifa á básnum ef kálfurinn væri settur á básinn nýborinn og hafður þar alla tíð. Hann hét því að gefa mömmu kálf undan grárri kú þegar hún bæri næst ef það yrði kvíga. Stefán kom nokkru seinna með kálfinn og setti hann á básinn þar sem hann var síðan hafður. Þegar þessi kvíga ber í annað sinn stígur hún á einn spenann og skemmdi hann það mikið að það var nær ómögulegt að mjólka hana. Því oftar sem hún bar, því verri varð speninn vegna þess að hún steig alltaf á sama spenann. Mamma mun hafa strítt við þetta í ein fjögur ár og var kvígunni lógað árið eftir að við komum í Viðvík Fjárleitin HAUSTIÐ 1949 var skorið niður allt sauðfé í austanverðum Skagafirði og vestanverðum Eyjafirði vegna fjárpesta og var fjárlaust í eitt ár. Haustið 1950 voru fengin lömb frá Vestfjörðum á þetta svæði. Vorið eftir rákum við í Viðvík okkar fé á Staðargöngur [innst í Kolbeinsdal að austanverðu] og þaðan kom það allt um haustið við smölun. Það var mjög góð tíð þetta haust og autt upp á fjallstoppa en í lok nóvember fór að fenna til fjalla. Þegar nokkuð var liðið á haust urðum við þess varir að það vantaði þrjár gimbrar sem Erlingur átti og ein var með lambi. Það var leitað mikið að þessum kindum og oft farið í afréttinn, einnig fór Erlingur um öll fjöllin í Hjaltadal. Síðast fór hann í Staðargöngur skömmu fyrir jólaföstu og fann engar kindur. Einhvern tímann í byrjun desember barst í tal hjá okkur Erlingi að það væri slæmt að okkur skyldi ekki geta dreymt ærnar, svo segir hann við mig: „Reyndu að láta þig dreyma þær.“ Ég sagðist skyldu reyna og hugsaði um ærnar kvöldið áður en ég sofnaði og um morguninn spyr Erlingur mig strax hvort mig hafi dreymt ærnar en ég varð að játa að mér hefði ekki tekist það. Næsta kvöld reyndi ég aftur og þá dreymdi mig ærnar en bara heima með fénu og var ekkert á því að græða. Þriðju nóttina dreymdi mig að ég væri á ferð fram eftir dal með brattar hlíðar til beggja handa og allt á kafi í snjó. Þegar ég kom fram undir botn á dalnum sá ég ærnar. Þó snjórinn væri mikill þóttist ég sjá að þarna væru grónir hryggir eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.