Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 12
SKAGFIRÐINGABÓK
12
III
SAUÐÁRKRÓKS APÓTEK var stofnað árið
1921 en þá voru íbúar í þorpinu 522.
Apótekið var til húsa að Aðalgötu 15,
í húsi sem Ólafur Jónsson söðlasmiður
reisti sér 1897. Karl Lindgreen lyfja-
fræðingur, danskur maður, hóf þennan
rekstur. Auðvitað höfðu Skagfirðingar
áður getað keypt lyf, en sú lagakvöð
hvíldi á héraðslæknum að byrla sjúkl-
ingum meðul og eiga nokkurn lager
af algengum lyfjum. Auk þess voru
hómópatar í hverri sveit sem kunnu
talsvert fyrir sér í náttúrulyfjagerð; gera
þarf skýran greinarmun á hómópata
og skottulækni, en hinir síðarnefndu
ollu iðulega heilsutjóni og gáfu fólki
gyllivonir. Lindgreen seldi apótekið árið
1928 öðrum Dana, Diderik Ingvard
Sörensen, en þá var lyfjabúðin flutt í
viðbyggingu á Aðalgötu 19. Sörensen
rak apótekið næstu þrjú árin að Ole
Bang keypti reksturinn 1931, óséð með
öllu! Kaupverðið var kr. 55 þúsund og
í kaupunum var innifalið húsnæði,
innréttingar allar, lausar sem fastar
og auk þess sá lager sem fyrir hendi
var. Kaupsamningi var þinglýst kl.
17:00 þann 18. nóvember 1932 (HSk.
Aðföng. Askja 180). Kannski hefur
það verið síðasta embættisverk Sigurðar
sýslumanns þann daginn áður en hann
gekk út á bryggju að kanna aflabrögð
og viðra sig eftir amstur dagsins. Á
gamlaársdag sama ár kunngjörði
Sigurður sýslumaður með leyfisbréfi að
„mjer hefir tjáð herra lyfsali Ole Bang
á Sauðárkróki, 27 ára að aldri, að hann
hafi í hyggju að byrja smásöluverslun í
Sauðárkrókskauptúni í Skagafjarðarsýslu
og hefir hann í því skyni beðið um
verslunarleyfi.“ Bang fullnægði öllum
skilyrðum og því gaf Sigurður út leyf-
ið sem lögreglustjóri í héraðinu 31.
desember 1932 og galt Bang 200 kr. fyrir
bréfið.
Helgi Hálfdanarson (1911–2009)
lyfjafræðingur og þýðandi leysti verk-
námsskyldu sína í náminu af hendi í
Sauðárkróks Apóteki hjá Bang 1934–
1937 og byrjaði raunar undir handleiðslu
Enemarks. Kristín Sölvadóttir sem
var margfróð um menn og málefni á
Ferðalag á Suðurlandi,
Ole Bang lengst t.h. með klút
bundinn um höfuðið.
Ljósm.: Úr einkasafni