Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 13
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
13
Króknum kunni þá sögu að sr. Hálfdan
Guðjónsson, þá sóknarprestur á Sauðár-
króki, faðir Helga, hafi gengið á fund
Bangs til þess koma málum svo fyrir
að Helgi fengi lærlingsstöðuna sem var
auðsótt. Hins vegar vildi sr. Hálfdan ganga
hreint til verks og sagði Bang að pilturinn
væri hreint ekki gallalaus. Í fyrsta lagi væri
hann ölkær úr hófi fram, kvensamur til
vansa og „það sem verst er, Bang, hann
er kommúnisti.“ Bang mun hafa þótt
þetta skemmtileg þula og breytti í engu
ráðningunni. Af Helga er það að segja, að
hann kynntist Láru sinni, Sigurðardóttur,
en Sigurður sýslumaður gaf þau saman að
höfðu samráði við sr. Hálfdan og bjuggu
þau í farsælu hjónabandi. Áfengisnautn
háði Helga aldrei en veitti gleði. Stína
Sölva var þeirrar skoðunar að Helgi hafi
í ýmsu ögrað föður sínum, sr. Hálfdani.
Lyfjafræði og öll efnafræði sem Helgi
lærði var í þversögn við guðfræðina.
Sr. Hálfdan var bindindismaður og
hallaði sér að Sjálfstæðisflokknum, sat
á þingi fyrir hann um skeið. Helgi lauk
lyfjafræðingsnámi í Kaupmannahöfn árið
1939, við upphaf stríðs, og árið 1942
selur hann Bang sinn hluta í Skjaldborg,
Aðalgötu 19, sem hann hafði erft á ungl-
ingsárum þegar Ingibjörg Pétursdóttir
móðursystir hans frá Álfgeirsvöllum dó
árið 1925 og arfleiddi drenginn. Hún
rak þar saumastofu um hríð, en auk þess
hafði matsala verið í húsinu á vegum
Ólavíu Sigurðardóttur. Helgi seldi Bang
sinn hlut, norðurendann, á kr. 10 þúsund
og gekk Valgard Blöndal frá kaupunum
suður í Reykjavík í umboði Bangs. Afsal
Apótekið. Nyrðri endi hússins, t.h., var byggður 1896. Þar var m.a. íbúð og veitingasala.
Apótekið var byggt við 1923. Gengið var út á svalirnar úr „rauða herberginu“ þar sem tvær
dætranna sváfu, Vibba og Lísa. Bang skaut flugeldum af svölunum hvert gamlaárskvöld.
Michelsen úrsmiður fékk kofann sem er á svölunum, gamalt stýrishús, og hafði þar hænur sínar.
Ljósm.: Úr einkasafni