Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK
14
er undirritað 16. apríl 1942 og Sigurður
sýslumaður þinglýsir því 15. maí sama ár,
kl. 17:00. Þá hafa bændur verið farnir til
síns heima og rólegt á sýsluskrifstofunni til
ýmissa stimpilverka. Bang hélt sambandi
við Helga alla tíð. Þegar þau Lára komu á
Krókinn heimsóttu þau jafnan Minnu og
Bang og voru það ávallt fagnaðarfundir.
Helgi skaust svo alltaf upp í Sölvahús,
en þeir Kiddi Sölva voru jafnaldrar og
æskufélagar; stundum gleymdi hann sér
þar og var þá sóttur!
Árið 1946 er Bang í Sparisjóði Sauðár-
króks og tekur þar lán upp á 24 þúsund kr.
til þriggja ára. Hann lagði húseign sína að
veði, Skjaldborg, Aðalgötu 19, en auk þess
ábyrgðust lánið þeir Guðjón Sigurðsson
bakari, Guðmundur Sveinsson fulltrúi
og Haraldur Júlíusson kaupmaður. Óljóst
er til hvers lánið var tekið, en hugsanlega
til þess að gera upp skuldir ytra sem ekki
reyndist kleift á stríðsárunum, ganga frá
málum vegna húsakaupanna af Helga og
jafnvel til þess að kaupa bíl.
Sigurður Sigfússon byggingameistari
var athafnasamur um allan fjörð á 6. áratug
síðustu aldar, reisti margar byggingar og
festi fé í fyrirtækjum. Bang hafði árið
1952 makaskipti við Sigurð, lét hann
hafa lóðina fyrir norðan húsið sitt og fékk
í staðinn lóð sem tilheyrði húsi Sigurðar,
Aðalbóli við Kaupvangstorg og lá að lóð
Bangs. Þar með stækkaði garður þeirra
Minnu til muna; þegar Sigurður fluttist
suður 1958 keypti Bang enn lóðarspildu
af honum en Jóhann Guðjónsson múr-
arameistari og síðar byggingarfulltrúi
annaðist söluna fyrir Sigurð og gaf Bang
2.000 kr. fyrir lóðarpartinn. Þau hjón
bættu um betur árið 1960. Þann 13.
febrúar það ár keyptu þau lóðarréttindi
vestan Skógargötu, gegnt Skógargötu
Minna með hænurnar sínar stuttu eftir að
hún kom á Krókinn. Sér í Claessenshús.
Ljósm.: Úr einkasafni
Lystitúr á sleðanum sem Jónas Kristjánsson
læknir seldi Bang. Jarpur er spenntur fyrir
sleðann og Minna og Bang stefna áleiðis
niður á Héraðsvötn. Apótekið í baksýn.
Ljósm.: Úr einkasafni