Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 15
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
15
1, af Sigríði Kristjánsdóttur Gíslasonar
kaupmanns, KG sem kallaður var. Þetta
var 674 fermetra lóð og greiddi Bang
kr. 4.000 fyrir landið. Eyþór Stefánsson
annaðist söluna fyrir Sigríði. Sama
ár, þann 30. nóvember, gera Bang og
stjórn Trésmiðjunnar Aspar h/f með sér
makaskiptasamning. Þar afsalar Bang sér
lóðinni vestan Skógargötu og fær í staðinn
lóðina austan Skógargötu, sem var sunnan
við húsið að Skógargötu 1 og var 231,84
fermetrar; hann átti þá samfellda lóð frá
Skógargötu heim að húsi.
Minna Bang hafði unun af garðyrkju.
Hún setti niður tré og runna og sumar-
blómum var plantað út að vori. Hún
ræktaði kartöflur, graslauk og jarðarber,
kál, blaðsalat, radísur, gulrætur, rifs og
kryddjurtir eins og steinselju og sólselju
sem hún sáði til í pottum sem hún hafði
í glugga. En garðinn vildi hún hafa
villtan, eins og hún sagði, tré og runna
þar sem gróðurinn þreifst, ekki endilega
í beinum röðum, og skjólsæl skot
skipulagði hún þar sem hægt var að sitja
þegar sólin skein. Garðurinn er „min lille
Danmark“ sagði hún gjarnan. Sigurður
Ólafsson fræðimaður á Kárastöðum
var henni hjálplegur við vorverkin í
garðinum og dæturnar minnast þess að
honum þótti mataræðið í Apótekinu
framandi; appelsínubætta súrmjólk
Starfsfólk Sauðárkróks Apóteks á fyrstu árum Ole Bang. Sitjandi eru Maríus Pálsson og
Halldóra Árnadóttir (Fía Árna klénsmiðs) en Bang heldur um axlir Ólafs Gíslasonar t.v. og
Helga Hálfdanarsonar.
Ljósm.: Úr einkasafni