Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 17
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
17
Langt afgreiðsluborð lá frá dyrum og
inn til vesturs og síðan þvert fyrir, mun
styttra; peningakassinn var á horninu
þar sem borðin mættust. Gler var yfir
öllu afgreiðsluborðinu þar sem alls konar
vörur voru sýnilegar, einkum snyrtivörur,
auk þess sem hillur náðu upp undir loft á
norðurveggnum. Sælgæti var næst dyrum.
Skilrúm var þvert yfir búðina vestanverða
og bak við það hafði Bang vinnuaðstöðu,
receptur, en afgreidd resept voru sett fram
fyrir; hægt var að opna lúgu á skilrúminu
og senda þannig meðulin til afgreiðslu.
Gengið var upp nokkrar tröppur inn í
laboið, þaðan inn í gamla Apótekið og úr
því inn í vistarverur fjölskyldunnar.
En það var fleira selt en lyf í Apótekinu.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum var einn
kunnasti hagyrðingur eða skáld Króksara
á sinni tíð og orti m.a. marga gamanbragi
af ýmsu tilefni. Eftirfarandi erindi er úr
einum slíkum:
Á lyfjabúð staðarins störum,
þar stundum er dæmalaus ös.
Þar eru firn af fegurðarvörum
og fleira en meðalaglös.
Á okri þar alls ekki bólar,
og útstilling mikil og flott,
þar eru þeir tveir, þessir Ólar,
sem afhenda dömunum gott.
Hinn Ólinn er Ólafur Gíslason skálds sem
var um skeið innanbúðar í Apótekinu
til ýmissa vika. Bang seldi margvíslegar
snyrtivörur, einkum þó fyrir konur,
en víst var hægt að kaupa rakspíra í
Apótekinu. Einnig var jafnan nokkurt
úrval af sjónaukum, myndavélum og
filmum frá Kodak sem Bang hafði
umboð fyrir. Hann tók einnig við
filmum til framköllunar og sendi þær
suður. Þegar bókabúð Kr. Blöndal fluttist
inn í Michelsenshús handan við götuna,
lét Bang Árna Blöndal hafa umboðið,
Minna stendur í dyrunum inn í laboið.
Flöskur í hillum t.v., en í skápnum til hægri
voru geymdar bleyjur, bómull og fleira.
Ljósm.: Úr einkasafni
Bang í recepturnum, kannski að taka við
resepti. Hann sat við þetta borð þegar hann
lést.
Ljósm.: Úr einkasafni