Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 18
SKAGFIRÐINGABÓK
18
honum þótti þessi viðskipti eiga betur
heima í bókabúðinni en Apótekinu.
En fleiri ortu um Bang en Gísli Ólafs-
son. Guðrún dóttir hans lét sitt ekki eftir
liggja. Gunna Gísla orti oft gamanbragi
og flutti og í einum þeirra var þetta erindi
um Bang:
Ekki má ve alveg gleyma apotekarann,
einhver besti maðurinn í bæinn,
alla sort af meðal handa kvenfólk hafa hann,
en hann þarf líka að sofa allan daginn.
Alltaf er að ganga hér í bæinn einhver pest
og alltaf geta Torfi skaffað meðal fyrir rest.
En þetta er alveg voða þrældóma
að þurfa að vaka alla nóttina.
Aldrei get mann alveg hafa friður,
alltaf má mann hlaupa á sloppinn niður,
og ef man vilja taka sér einhvern frístundur
er umulegt að hafa smaabílur.
Hér er að ýmsu vikið og góðlátlegt grín
gert að málfari Bangs, en íslenskan hans
var dönskuskotin. Minna talaði mun
betur þótt dönskunni brygði mjög oft
fyrir. Danskan hennar var hins vegar
alveg óloppin til efsta dags.
IV
SÍÐUSTU línur í erindinu hennar Gunnu
Gísla vísa til þess að Bang var með
bíladellu. Hann hafði átt mótorhjól
syðra, en á Króknum bara bíla – og
stórir kraftmiklir kaggar voru þá ekki
auðfengnir. Fyrsta bílinn eignaðist hann
í samlögum með Þorvaldi Þorvaldssyni,
Búbba kaupmanni. Það var Ford Mercury,
módel ´39. Búbbi notaði hann sem
leigubíl, en Bang hafði afnot af honum
eftir samkomulagi þeirra. Einhverju
sinni sóttu þeir Torfi læknir báðir um
innflutningsleyfi fyrir bíl og viti menn:
Bang fékk leyfi fyrir enskum smábíl, Ford
Prefect, en Torfi hreppti amerískan Ford
og var nokkur stærðarmunur á bílunum
og líkaði Bang illa. Sigríður Auðuns
læknisfrú kallaði smábílinn jafnan „litla
krúttið“ og var Bang nokkur stríðni að
því. Bíll Torfa var Ford ´46 módel, býsna
Bang með Birgit, Vibbu og Lísu í Danmörku
1949. Bíllinn er Studebaker, '48 módel, K
181.
Ljósm.: Úr einkasafni
Ford Falcon '62 módel stendur við Bangsbo,
heimili foreldra Bangs.
Ljósm.: Úr einkasafni