Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
20
heimili Ole og Minnu Bang árið 1935
Stofnfélagar voru Ole Bang, Eyþór Stef-
ánsson, Guðmundur Sveinsson, Pétur
Hannesson og Hallgrímur Jónsson.
Síðar komu Torfi Bjarnason (1940)
fyrir Hallgrím, Kristófer Eggertsson
(1945) fyrir Pétur, Björgvin Bjarnason
(1948) fyrir Kristófer, Adolf Björnsson
(1958) fyrir Björgvin, Stefán Ólafur
Stefánsson (1958) fyrir Pétur sem
fluttist þá öðru sinni suður, Vilhjálmur
Hallgrímsson (1967) fyrir Guðmund,
Brynjar Pálsson (1969) fyrir Bang og
loks Steingrímur Aðalsteinsson (1976)
fyrir Adolf. Stundum gripu gestir í spil
með klúbbfélögum, t.d. Valgard og Árni
Blöndal. Klúbburinn leggst af 1981.
Klúbburinn hittist vikulega allan vetur-
inn til skiptis á heimilum spilamanna og
húsfreyjur héldu þeim veglegar veislur
í kaffihléum og bar þá margt á góma.
Fyrstu árin munu þeir hafa dreypt á
púnsi yfir spilum, en hættu því fljótlega.
Stundum þótti þeim félögum Torfi læknir
erfiður, enda þurfti hann oft að fara í
vitjun þótt spilakvöldin væru honum
dýrmæt. Það kom sér því vel að hafa
fimmta mann tiltækan. Hnausþykkur
reykur hvíldi jafnan yfir spilaborðinu,
Bang með sígarettu, hinir með vindla til
hátíðabrigða. Börnin í Apótekinu minnast
þess að þau áttu að hafa hægt um sig þegar
verið var að spila. Þau máttu fylgjast með,
en vissu að virða bæri þagnarskyldu. Ekki
Spilafélagar í Culbertsonklúbbnum um 1954. F.v.: Björgvin Bjarnason, Ole Bang, Pétur
Hannesson, Eyþór Stefánsson og Guðmundur Sveinsson. Myndin er tekin á heimili Péturs og
Sigríðar í nýja pósthúsinu við Kirkjutorg.
Ljósm.: Sigríður Sigtryggsdóttir