Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
22
mátti trufla spilamenn með spurningum.
Þessi klúbbur hafði talsverð áhrif og
líklega breiddist áhugi á bridge út um
bæinn frá þeim félögum. Bridgefélag var
stofnað á Króknum og Árni Blöndal man
eftir keppni í bridge sem haldin var nokkr-
um sinnum í Villa Nova og varð vinsæl.
Bang varð fertugur árið 1945 og félagar
hans í Culbertsonklúbbnum heiðruðu
hann:
CULBERTSONKLÚBBURINN
Gjörir kunnugt:
Á stjórnarfundi hins gamla og góða og
viðurkenda klúbbs vors, hafið þér í dag,
herra lyfsali OLE BANG, sem eruð faðir og
fóstri klúbbsins og hafið ávalt sýnt sívakandi
áhuga á starfsemi hans með tilheyrandi
andvökum og umsvifum og í tilefni af 40
ára afmæli yðar, verið kjörinn:
HEIÐURSFÉLAGI
Skyldur heiðursfélaga samkvæmt lögum
klúbbsins eru:
1. Hafa á hendi reikningshald og fjár-
geymslu fyrir klúbbinn og halda dag-
bók yfir tap og gróða. Verði reikningar
einhverntíma lagðir fram, mega þó
aðrir meðlimir klúbbsins gera sínar
athugasemdir.
2. Eigi mæta meir en 1 klt. síðar en aðrir
meðlimir á spilakvöldum klúbbsins,
nema sérstakar annir sé við dýr(a)
recept.
3. Verði bridgehöllin reist á Sauðár-
króki, ber honum að sjá um, að bygg-
ingarnefnd sé ekki með óþarfa afskifti
af framkvæmd verksins, enda sé full-
kominn uppdráttur til í skjalasafni
klúbbsins.
4. Að gera áætlun um Ítalíu- og Ameríku-
för klúbbsins eða aðrar ferðir, er kynnu
að verða ákveðnar. Hann skal vera
fararstjóri og undirbúa sig í tíma, til að
ganga fyrir viðkomandi þjóðhöfðingja.
Sýnilega hafa þeir félagar skemmt sér vel
við ritun skjalsins og þeir eru ekki hættir:
Réttindi heiðursfélaga eru:
1. Að sofa til kl. 2 e.m. daginn eftir spila-
kvöld, en þó aldrei lengur en til kl. 5.
2. Að spila bridge í öðrum spilafélögum
6 daga í viku, enda hindri það eigi
starfsemi klúbbsins.
3. Að setja á sig eins mörg spil, sem fyrir
koma í klúbbnum, og hann getur (en
gæta þó þess að hárið þynnist ekki um
of ) og nota þau, er hann kynni að gefa
út kenslubók í bridge.
4. Að nota leðurklæddan kassa, er fylgir
hér með sem gjöf, og geyma má í vindla,
og jafnvel cigarettur, ef það kæmi sér
betur.
5. Að hafa leyfi til að veita vín á næsta
spilakvöldi heima hjá sér. Þetta mun
vera q.s.ut fiat pil (hæfilega beiskar).
Gjört á löggiltan skjalapappír
Sauðárkróki, 23. marts 1945.
Undir voru bridgeklúbbsinnsigli
Eyþór, Guðmundur, Pétur og Torfi
undirrita þetta eigin hendi og mynd
af þeim er þrýst ofan í rautt vax yfir
nafnárituninni, viðloðandi plaggið eru
reikningsleiðbeiningar fyrir bridge einn-
ig við festar með vaxi og lítill blýantur.
Yfir þessu öllu er þekkilegur húmor.
En Bang lét ekki þar við sitja. Oft fór
hann upp í Hyrnu í Kristjánsklauf að
spila við þá feðga Dóra Sigga P., Halldór