Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 23
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
23
Sigurðsson skipstjóra, og Sigurð föður
hans, Pétursson, og var þá hóað í fjórða
mann, t.d. Ásgrím Sveinsson skreðara eða
Friðrik Hansen; Bang þótti Dóri með
allra bestu spilurum sem hann komst
í tæri við. Oft hafði hann með sér lögg
á glasi þegar svo bar við. „Er nokkurt
bragð?“ áttu karlarnir til að spyrja. Bang
mundi gömul spil, jafnvel áratugagömul,
og gat lagt þau fyrir sig og farið yfir þau;
jafnvel komu menn út í Apótek daginn
eftir spilakvöld til þess að diskútera spil
frá kvöldinu. Það líkaði honum vel og
lifnaði allur.
Minna Bang spilaði líka bridge og
átti sinn eigin klúbb sem hét Freyju-
klúbburinn og þær stöllur kölluðu sig
Freyjurnar. Auk Minnu spiluðu Sigrún
Pétursdóttir, hún Siddý Péturs Hannes-
ar sem var í Culbertsonklúbbnum, Jó-
hanna Blöndal, Jófríður Björnsdóttir
(hún Gógó Gunnars löggu), Sigríður
Stefánsdóttir (Sissa Eyþórs sem var í
Culbertson), Heiðbjört Óskarsdóttir
(konan hans Vilhjáms Hallgrímssonar
sem líka var viðloðandi Culbertson).
Sigríður Guðvarðardóttir hjúkrunar-
kona kom inn í klúbbinn þegar bóndi
hennar, Friðrik Friðriksson, varð læknir
á Króknum 1956. María Hansen var ein
af Freyjunum og loks er að nefna Ingu
Valdísi Tómasdóttur kaupfélagsstjóra-
frú. Nágrannakona Minnu, Guðrún
Bjarnadóttir, greip stundum í spil með
Freyjuklúbburinn. F.v.: Sigríður Guðvarðardóttir, Anna Pála Guðmundsdóttir, Heiðbjört Óskars-
dóttir, Sigrún Pétursdóttir og Minna Bang. Jófríður Björnsdóttir hefur ekki átt heimangengt þetta
kvöld. „Jeg tror Heiðbjört siger 7 hjerter eller halfslem,“ skrifar Minna aftan á myndina.
Ljósm.: Ragnar Pálsson