Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 26
SKAGFIRÐINGABÓK
26
leit fór fram. Lík drengsins fannst rekið á
fjörur. Hann hafði smokrað sér gegnum
girðingu og aldan hrifið hann. Þau hjón
eignuðust ekki fleiri börn. Gunnar kom
tvisvar á Krókinn að heimsækja Minnu á
níunda áratugnum. Paula kenndi Minnu
dans og ballett og var þannig að sínu
leyti örlagavaldur í lífi hennar. „Ég var
mikið náttúrubarn“ segir Minna sjötug
í viðtali við Hávar Sigurjónsson í Feyki,
„og stundaði útiveru mjög mikið og
einnig byrjaði ég snemma að læra dans
og leikfimi. Mágkona mín rak stóran
dansskóla í Árósum og ég byrjaði að læra
hjá henni þegar ég var 10 ára gömul og
Gunnar, Paula balletkennari og Mads,
drengurinn sem drukknaði í bernsku. Hann
var nokkurn veginn upp á klukkutíma
jafngamall Vibbu.
Ljósm.: Úr einkasafni
fannst óskaplega gaman að þessu. Þegar ég
var orðin 16 ára varð ég aðstoðarkennari
hjá henni og hafði mikinn hug á að
læra svokallaða physiotherapy eða
sjúkraleikfimi. En það fór á annan veg.“
Nemendur í dansskólanum hennar Paulu
voru allt að 900 á ári. Minnu dugði ekki
að dansa. Á unga aldri, 19 ára, hafði hún
hjólað um sem næst alla Danmörku.
Hún og æskuvinkona hennar, Bente
Sebbelov, fóru saman í langt hjólaferðalag
til að kynnast landinu. Að því loknu sótti
hún um inngöngu í Thilman Institut í
Kaupmannahöfn en komst ekki inn í
fyrstu atrennu. Og þá kom Bang og lífið
tók U-beygju. – Yngri systir Minnu hét
Grete (1919–1976), gift Börge Nielsen
og bjuggu í Árósum. Þau eignuðust einn
son, Jörn Steen.
Ekki leist foreldrum Minnu vel á að
hún flyttist til Íslands. „En þau leyfðu
mér að ráða. Ég var ung og ástfangin og
fannst þetta ekkert tiltökumál. … Ég
veit eiginlega ekki við hverju ég bjóst af
Íslandi. Ég leit á þetta sem nokkurs konar
Anne Laursen með börnin, Minna (t.v.),
Grete og Gunnar í garðinum heima.
Ljósm.: Úr einkasafni