Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
30
[Þorsteinsdóttur] og síðar í mörg ár
Binnu [Brynhildi Jónsdóttur], en fyrst
varð ég að fá lánað þvottahús, annaðhvort
í Villa Nova eða hjá Michelsen handan
við götuna (oftast þar). Kvöldið áður
varð að leggja þvottinn í bleyti og allan
veturinn varð ég að byrja á því að þíða
vatnið í leiðslunum með gaslampa.
Þvotturinn lá svo í bleyti alla nóttina og
um morguninn kom þvottakonan sem
byrjaði á að hita vatn í suðupottinum,
síðan var þvotturinn soðinn eða sá hluti
hans sem þoldi suðu, síðan skolaður
úr köldu vatni og undinn á höndum í
lítilli vél sem var sett á ballann, snú snú.
Um kvöldmatarleytið kom þvottakonan
yfir í Apótekið þar sem við borðuðum
súpukjöt o.fl. og börnunum, Birgit og
Vibbu, fannst spennandi að fá matar-
gesti. Í millitíðinni hafði ég reynt að fá
hjall [skúr með bárujárnsþaki og gisnum
fjalaveggjum svo loftaði um þvottinn],
annaðhvort á spítalanum eða hjá Guð-
rúnu Haraldar. Þar var þvotturinn
hengdur upp og ósjaldan hékk hann heila
viku og ég tók hann niður stíffrosinn,
breiddi á stóla og dívana uppi. Þegar
hann þornaði var hann „teygður“ og
settur í körfu og síðan lá leiðin aftur til
Guðrúnar Haraldar því að hún átti rullu,
síðan heim aftur þar sem þvotturinn var
straujaður og strokinn og komið fyrir á
sínum stað. Munið að vera þakklát fyrir
vélarnar ykkar!“
Minna varð ófrísk fyrsta haustið eftir
flutningana á Krókinn. Og er leið á
meðgönguna urðu þeir atburðir sem hún
gleymdi aldrei og rifjaði upp í ítarlegu
bréfi löngu síðar. Kaflar úr því fara hér á
eftir í þýðingu og endursögn:
„Til Birgit
13. febrúar 1936
Þessari dagsetningu gleymi ég aldrei
… Á þessum tímapunkti hafði ég verið
hér á Sauðárkróki síðan 1. júlí [kom
til landsins 2. júlí, sbr. hér að framan;
kannski er þetta prentvilla blaðamanns],
nú var ég ófrísk að fyrsta barni okkar og
gleðin og eftirvæntingin mikil. Ég veit
hins vegar ekki fyrir víst hvers vegna
átti að senda mig til Danmerkur svona
á miðjum vetri í þessu ástandi, pabbi
þinn hefur greinilega ekki þorað að láta
mig eiga hér, allt var jú svo frumstætt,
og á þessum tíma fæddu konur ekki á
sjúkrahúsi, þannig að ég varð að fara.
Dettifoss.
Mynd af neti
Island.
Mynd af neti