Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 31
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
31
Sem sagt allt fremur frumstætt á
þessum tíma, t.d. urðu skipaferðirnar að
standast á því að ég þekkti engan sem
ég gæti búið hjá. Ég átti að fara með
„Dettifossi“ héðan þann 13. febrúar. Við
fórum við Helgi Hálfdanar, Óli Gísla og
pabbi þinn, það var bylur og engir bílar í
den tid. Þegar við komum út á bryggjuna
var enginn stigi niður í bátinn sem beið
okkar svo að ég varð að leggja magann
að bryggjunni og finna fótstig niður og
það lukkaðist. [Hún þurfti að stíga yfir
bryggjukantinn og príla niður í bát með
fótfestu á þverbitunum sem negldir voru
á bryggjustaurana.] Síðan varð ég að klifra
upp kaðalstiga um borð í „Dettifoss“. Ég
var reyndar ekki óvön líkamsæfingum, en
þegar upp var komið var enginn til að taka
á móti farþegum, en um síðir fundum við
káetuna og við kvöddumst. Ég fór í koju,
því að klukkan var nær miðnætti. Sem
sagt, það var stormur og snjókoma, en við
komumst til Ísafjarðar og þar fór ég í land
til að bíða eftir danska skipinu „Island“,
sem ég átti far með til Kaupmannahafnar.
En það var reyndar á leið til Akureyrar
og í stað þess að bóka mig inn á hótel
hjálpræðishersins sigldi ég með „Island“
til Akureyrar. Áhöfnin var dönsk og ég
var eiginlega komin til Danmerkur, svona
um það bil – eða hitt þó heldur!
Á leiðinni til Akureyrar rakst skipið
á lítinn ísjaka í mynni Eyjafjarðar, og
skipsstefnið dældaðist lítillega. Eftir
nokkurra daga dvöl á Akureyri sigldum
við áleiðis suður, fyrst til Siglufjarðar til
þess að sækja þangað einn farþega sem var
sildspekulant og „útgerðarmaður“. Það
passaði vel, nú vorum við fjögur, því að
skipstjórinn, Lüdersen, og stýrimaðurinn
Reykjavíkurhöfn 1934. Dronning Alexandrine liggur við festar á miðri mynd.
Ljósm.: Willem Van De Poll