Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 32
SKAGFIRÐINGABÓK
32
voru ákafir bridgespilarar og ég varð að
spila við þá hverja frístund sem þeir höfðu
– og ég verð að segja þér til hróss, Birgit,
að þú varst þæg og stillt alla ferðina.
Nokkurra daga stans var í Reykjavík
og þar sem ég þekkti þar ekki sálu bjó ég
um borð. Það kom þá í ljós að farþeginn
frá Siglufirði var kunningi pabba þíns,
Ingvar Guðjónsson, hann bauð mér í
kaffi í bænum. Þann 19. febrúar lögðum
svo í hann til Danmerkur. Það var kalt
og stormurinn var hræðilegur. Ég þurfti
að ríghalda mér í stálstöngina í kojunni
til þess að velta ekki fram úr. Ég skal játa
að ég óttaðist oft að skipið rétti sig ekki
af þegar það valt til hægri og vinstri, ég
taldi áreiðanlega upp í að minnsta kosti
hundrað, en þá rétti það sig og hallaði
sér á hina hliðina. Við lágum við akkeri
í tvo sólarhringa milli Vestmannaeyja og
Færeyja í 12 vindstigum. (Varstu ekki
sjóveik, Birgit, eða fannst þér þetta bara
gaman?)
Öll dagblöð í Kaupmannahöfn fluttu
fréttir af óttalegu óveðri sem „Island“
hreppti og vitaskuld var fjölskyldan
skelfingu lostin og óttaðist að ég fæddi á
skipsfjöl. Það komu reyndar læknishjón
um borð í Þórshöfn. Þau sögðu mér
að þau hefðu einu sinni verið samferða
ófrískri konu sem missti fóstur á leiðinni.
Það var jú notalegt fyrir mig að heyra
þetta! En þú varst alltaf svo þægileg og
kvartaðir ekki.
Í Edinborg beið minn gamli tryggi
vinur Ole Kampmann og tók á móti mér,
pabbi þinn hafði sent honum símskeyti.
Ég var þar einn dag og við sátum allan
daginn og horfðum á bíómyndir og
borðuðum þar og með ótrúlegum
hætti náði ég jafnvægi í sálina. Til
Kaupmannahafnar komum við svo 28.
febrúar og á kajanum stóðu Bente og
Svend, Musse og Jörgen [Bente, Musse og
Jörgen voru systkini og æskuvinir Minnu,
Svend var maður Bente], þau höfðu verið
í veislu hjá fjölskyldunni og ég varð svo
hamingjusöm. Ég verð að segja þér að ég
var í óléttukjól sem Musse hafði sent mér,
hafði sjálf gengið í honum. Við fórum
svo út í bæ að borða; ég fór upp í Illum
til að þvo særokið úr hárinu. Mig hafði
nefnilega klæjað hræðilega í hársverðinum
alla ferðina og læknirinn um borð sagði
þetta væri taugaveiklun. Það kom svo
síðar í ljós, eftir að ég var komin heim á
Chr. Winthersvej til mömmu og pabba,
að mamma uppgötvaði að ég var lúsug.
Þá mundi ég að í káetunni minni á
„Dettifossi“ hafði ég séð nokkra litla
„maura“ spígspora á plussveggteppi. Ég
hafði aldrei séð lús en alla ferðina höfðu
þær lagt nit sína í hárið. Fjölskyldan rak
upp ramakvein. Hér var apótekarafrúin
komin grálúsug. „Út með hana,“ sagði
Grete. Ég var send niður á Bangsbo
[æskuheimili Bangs] og þar helltu þau
steinolíu í hárið, settu síðan sundhettu
yfir höfuðið og með hana svaf ég. Lúsin
Dronning Alexandrine var farkostur Minnu
að minnsta kosti í þrígang.
Mynd af neti