Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 33
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
33
drapst en höfuðsvörðurinn var flakandi
sár í margar vikur – en þú lást kyrr.“
Minna beið síðan í Árósum eftir
fæðingunni alveg fram í maí, hún naut
danska vorsins og saumaði og prjónaði
föt á barnið sem fæddist 13. maí 1936,
8 pund og 54 cm á lengd. Ég „var svo
hamingjusöm, en saknaði að sjálfsögðu
pabba þíns og mér fannst að hann færi á
mis við stærstu upplifun lífs míns.“ Birgit
litla var svo skírð í Vor Frue Kirke í Árósum
og eftir athöfnina var veislufrokost þar
sem afi hélt „smuk og også sjov tale.“
Viku síðar héldu þær mæðgur heim með
„Dronning Alexandrine“. „Við pabbi
þinn höfðum farið með Drottningunni
árið áður svo ég þekkti skipstjórann, vél-
stjórann og ekki síst hoffmeistarann, sem
var mér eins og faðir alla leiðina og seinna
sendi hann mér eitt og annað þegar
skipið kom við á Siglufirði, þeir sigldu
ekki hingað inn. Honum fannst alveg
hræðilegt að svo ung dönsk stúlka byggi
í slíku krummaskuði; enn ferðuðumst
við Birgit með honum til Danmerkur
þegar við fórum þangað tvær 1938.“
Heimferðin með Drottningunni var
miklum mun þægilegri en veltingurinn á
„Islandi“ í febrúar og Birgit hvorki æmti
né skræmti. „Við komum til Reykjavíkur
16. júlí [1936] og pabbi þinn átti að
sjálfsögðu að taka á móti okkur og sigla
með okkur norður til Akureyrar, og jú,
jú, hann var þarna, náfölur kom hann um
borð. Heldurðu ekki að pabbi þinn hafi
fengið þursabit á suðurleiðinni, hann gat
hvorki setið né hreyft sig. Við vorum boðin
í veislukvöldverð að borði skipstjóra,
en þá veislu sat ég ein, þið pabbi niðri í
káetu. Á Akureyri tók Búbbi [Þorvaldur
... og hér er hún komin í fang föður síns heima
á Íslandi seinna um sumarið.
Ljósm.: Úr einkasafni
Minna með frumburðinn Birgit sem fæddist
13. maí 1936 í Árósum...
Ljósm.: Úr einkasafni