Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 38
SKAGFIRÐINGABÓK
38
við bakstur og eldamennsku og fór þaðan
með mikla kunnáttu og reynslu.
Mataræði í Apótekinu var að sumu leyti
danskt, en Minna eldaði líka úr íslensku
hráefni rétti sem höfðu ekki tíðkast á
Króknum, t.d. steikti hún selslifur sem
hún fékk hjá Stöðvarbræðrum. Hún
tók aldrei slátur, en sauð það eftir að
fyrsta barnabarnið færðist á legg af því
að honum þótti það gott. Svið sauð hún
Edda, Lísa og Vibba.
Ljósm.: Úr einkasafni
Birgit, Lísa og Vibba með Peter og Sören,
sonum Grete Bang.
Ljósm.: Úr einkasafni
aldrei og vínarterta, kleinur og ástapung-
ar voru ekki á borðum í Apótekinu, en
glæsilegur bakstur af öðru tagi. Það var
nýtt fyrir Króksara að borða afganga eins
og það gerði í Apótekinu: að hita sósuna
og borða með köldum kartöflum. Hinu
er síðan ekki að neita að Króksurum þótti
kyndugt að fólkið gat setið fjórar til fimm
klukkustundir yfir mat á jóladag! Hún
fékk ála neðan úr Borgarmýrum, þeir
fengu að sprikla í baðkari eða bala þangað
til þeir voru hantéraðir; hún festi þá upp
á hausnum og fletti síðan niður af þeim
roði; úrvalsmatur.
Hún sat við saumaskap á dæturnar og oft
við kertaljós þegar rafmagnið fór af – sem
gerðist oft. María Haraldsdóttir var í vist
hjá Minnu og passaði Birgit og Vibbu: „Þær
voru eins og prinsessur, í drifhvítri kerru og
klæddar framandi fötum, útprjónuðum
peysum sem mamma þeirra hafði prjónað.
Þarna var ég í tvö sumur fannst það eitt
samfellt ævintýri“ segir María. Mamma
hennar Minnu var mikil hannyrðakona
og mörg jól fengu stelpurnar í Apótekinu
prjónaðan eða heklaðan jólakjól frá ömmu
sinni í Árósum.
Heimili þeirra Minnu og Bangs var
einfalt og smekklegt og að sumu leyti
framandi innfæddum Króksurum. Hús-
gögn voru af betri sortinni, mottur á
gólfum, málverk og myndir á veggjum,
bæði héðan og frá Danmörku. Að ekki
sé nú minnst á ilminn. Þar fór saman
ilmur af hreinlæti í bland við angan af
lyfjum sem svifaði inn úr recepturnum
eða laboinu. Þau hjón voru hlýleg heim
að sækja og gestrisin. Gestabók þeirra
er til vitnis um það. Þann 27. janúar
1958 var gleðskapur í húsi, gestir kvitta í
bókina klukkan 5 fyrir hádegi, eins og þar
stendur, sýnilega góðglaðir. Gunna Gísla