Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 40
SKAGFIRÐINGABÓK
40
konur; Anna Pála Guðmundsdóttir og
Dýrleif Árnadóttir móðir hennar voru
t.d. báðar á námskeiði hjá Minnu, en að
sönnu í sínum flokki hvor. Ungmennin
stunduðu ýmiss konar dans, ballett og
leikfimi, en konurnar einhverjar rólegri
hreyfingar og sá þáttur í starfi Minnu var
miklu umsvifaminni.
Í áðurnefndu viðtali við Hávar Sigur-
jónsson segir Minna: „En strax um
haustið [1935] auglýsti ég danskennslu
fyrir börn og fullorðna. Ég var reyndar
með fleira en dans. Þetta var ballet fyrir
stúlkurnar, dans fyrir bæði kynin og
frúarleikfimi fyrir fullorðnar konur. Það
var óskaplegur áhugi fyrir þessu. Ég held
það hafi verið um 80 manns sem tóku
þátt. Það var svo auðvelt að fá krakkana
með sér. Þau höfðu lítið við að vera og
voru full áhuga. Svo kenndi ég í gömlu
Bifröst og gjaldið var 75 aurar fyrir
tvo tíma tvisvar í viku. Það nægði fyrir
upphitun og ræstingu.“ Nemendur voru
frá 5 ára og upp í sextugt. „Mig langaði til
að gefa börnunum á Króknum tækifæri
til að upplifa ögn af því sem hafði glatt
mig svo mikið og auðgað líf mitt, að tjá
tilfinningar sínar í dansi og rytma í takt
við góða tónlist“ skrifar Minna á efri
árum þegar hún hugsar til baka.
Og viðfangsefnin voru margvísleg.
Hún lét setja upp rimla meðfram einum
veggnum í Bifröst og keypti nokkrar
dýnur. „Ég hafði mestan áhuga á dansi
og ballet sem túlkar tilfinningar, kannski
eins og nútímaballet og listdans, og
reyndar komst ég að því að þessi dans
sem ég hafði lært og kenndi dálítið hérna
er kenndur við danskennarann Laban.
En það vissi ég ekki fyrr en seinna.“
Rudolf von Laban (1879–1958) var
ungverskur maður sem hafði víðtæk
áhrif á nútímadans og ballett. Og Minna
heldur áfram: Þetta „var óskaplega gaman
og svo héldum við sýningar á vorin í
Bifröst fyrir fólkið í bænum. Músíkin sem
dansað var við var spiluð af hljómplötum
og stelpurnar dönsuðu við kafla úr Tosca,
Coppelíu, Storminum og fleiri þekktum
balletverkum. … Við áttum svona
gamlan ferðagrammófón sem þurfti að
trekkja upp og hann var alltaf notaður.
Þórður Sighvats sá um grammófóninn
á sýningunum og einnig var hann
Bang og Minna í heimsókn
hjá Gunnari og Paulu
í Málmey í Svíþjóð.
Ljósm.: Úr einkasafni