Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 41
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
41
ljósameistari. Timburgólf var á sviðinu
í því góða húsi Bifröst og stundum
ef einhver átti að hoppa á sviðinu, þá
skoppaði armurinn á plötuspilaranum
og lenti annars staðar í laginu. Svo stóðu
stelpurnar þarna ráðalausar og horfðu á
mig í örvæntingu og ég benti og hvíslaði
– bara eitthvað, dansiði bara eitthvað.“
Í fyrstu átti Minna örðugt með að
segja nemendum til, þeir skildu ekki
dönsku. En Bang fylgdi henni á flestar
æfingar, „han kommanderede og jeg viste
övelserne.“
Áhorfendur og þátttakendur minn-
ast þess hvað þessar sýningar voru
skrautlegar. Minna litaði klæðisstranga
í fjörlegum litum og sneið og saumaði
búninga á börnin og Bang mætti
með upptrekktan grammófón og lék
undir ef Þórður Sighvats var vant við
látinn. Stundum fékk hún aðstoð við
saumaskapinn. Veglegar sýningar voru
á öskudag og var selt inn til ágóða fyrir
Rauða krossinn. Bang lét þá fylla tunnu
af góðgæti og síðan var „kötturinn sleginn
úr tunnunni“ þarna á Bifrastargólfinu.
Guðrún Snæbjarnardóttir segir svo frá í
minningargrein:
„Sjálf dansaði Minna og er öllum sem
muna ógleymanleg þegar hún dansaði
Afmæli Vibbu 1946. F.v.: Birgit, Snæbjörg Snæbjarnardóttir situr með Vibbu, María Har-
aldsdóttir stendur þar fyrir aftan en fyrir framan hana, með skugga á andliti er Kolbrún
Svavarsdóttir sem situr með Auði Torfadóttur, Erla Gígja Þorvaldsdóttir, óþekkt, og bakvið
hana stendur Lilja Hannesdóttir. Því næst koma systurnar Svava og Elísabet (með slaufuna)
Svavarsdætur. Gígja Haraldsdóttir er með hvítan kraga, Elma Guðjónsdóttir er í hvítum kjól,
Bogga Sigfúsdóttir er fremst til hægri og Helga Hannesdóttir er bak við hana.
Ljósm.: Úr einkasafni