Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 42
SKAGFIRÐINGABÓK
42
Lísa og Vibba.
Ljósm.: Úr einkasafni
Borðtennis í garðinum bak við Apótekið.
Ljósm.: Úr einkasafni
Svo komu stelpurnar ein af annarri
og dönsuðu. Auður Jónsdóttir dansaði
indíánadans, Día Jóns (kennara) rússn-
eskan dans, við hinar bjölludans o.fl.
Að lokum var „Brúðkaupið í höllinni“.
Þar komu fram Eva Snæbjarnar, sem lítil
prinsessa og biðlarnir, montprins og góði
prins (sem Hobba Guðmundar dansaði
í gylltum fötum) og allt hirðfólkið.
Einnig eru ógleymanlegar vinkonurnar
Hildur Blöndal og Snæbjörg Snæbjarnar
sem krakkarnir í höllinni. Já, þetta var
allt stórkostlegt. Óli Bang fylgdi konu
sinni og trekkti upp grammófóninn,
stóð bak við tjöldin, allt þurfti að
stemma saman.“ María Haraldsdóttir á
hliðstæðar minningar: „Mér verður ætíð
ógleymanlegt að hafa átt þess kost að dansa
í verkinu Vorinu eftir ljóði Guðmundar
Guðmundssonar, sem Minna hafði samið
dansana við.“
Brúðkaupið í Konungshöllinni var
mikil sýning og vonlegt að henni Guð-
rúnu Snæbjarnar yrði hún minnisstæð.
„Þetta var dans- og balletverk og margir
þátttakendur“ segir Minna. „Við höfðum
prinsinn og prinsessuna, hirðmeyjar og
hermenn, kónginn og drottninguna.
Það voru saumaðir búningar á allar
persónurnar og nokkra búninga fengum
við alla leið frá Danmörku. Það var
Monika ráðskona á Reynistað sem
saumaði búningana hérna heima hjá mér
og það var mikið verk. Við æfðum líka
alla sólódansana hérna í stofunni hjá mér
og þá var nú oft fyrirgangur hérna.“
Einhvern tímann samdi Minna dans
við tónlist úr Cavalleria rusticana. Það
var nákvæmnisvinna. Hún skrifaði
upp sporin og saumaði sér búning.
Löngu seinna rifjaði hún þetta upp
með dagskrárgerðarkonu frá danska
Garðveisla 1947. F.v.: Lísa, Vibba, Minna
og mormor Anne og Birgit.
Ljósm.: Úr einkasafni
dansinn „Sorg“ við undursamlega tónlist
eftir Järnefelt. Hún kom þar fram í
svörtum kjól sem allur var í tætlum og
dansaði berfætt.