Skagfirðingabók - 01.01.2015, Blaðsíða 43
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
43
ríkisútvarpinu og brá plötunni undir nál
á plötuspilaranum. Músíkin hljómaði en
auðheyranlega var platan mjög slitin!
Hannes Pétursson lýsir Bifröst í
minningum sínum frá Króknum, Bifröst
var „fjölnota hús“ eins og hann segir
réttilega þótt það hugtak hafi verið langt
inni í framtíðinni á æskuárum hans. Þarna
„sýndu ungmeyjar í bænum listdans
undir handleiðslu frú Bang, þeirrar
sjarmerandi konu sem í fasi sameinaði
síunga íþróttastúlku og fína dömu og bar
ætíð með sér danskan menningarþokka“.
Á einni skólasýningu lét hún börnin
flytja og túlka kvæði Kristjáns Jónssonar
Fjallaskálds, Heimkomuna. Þar er ort
um ungan mann á ferðalagi í vályndum
veðrum á vetrarslóð „þar sem engin vex
rós“. Heima bíða aldnir foreldrar og
ungur „svanni þeim hjá fagur situr og
hreinn“, unnusta piltsins. Síðustu erindin
hljóða svo:
Veisla hjá KG. Fremst eru Gísli og Ingimar Antonssynir, Áki Eiríksson, Eva Snæbjarnardóttir
og lengst til hægri krýpur Ingibjörg Sigfúsdóttir. Aftan við þau sitja f.v. Stefanía Arnórsdóttir,
Ósk Gísladóttir og Gísli Ólafsson. Standandi f.v. eru Minna, Soffía Jónsdóttir, Elín Blöndal,
Hallfríður Jónsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Jakobína Þorleifsdóttir
og bak við hana sér í Jóhönnu Þorsteinsdóttur, Sigríður Blöndal, Margrét Reginbaldsdóttir,
Stefanía Ferdinandsdóttir, Hulda Gísladóttir, óþekkt, Ólöf Bjarnadóttir, bak við hana sér í
Jóhönnu Blöndal, Sigríður Stefánsdóttir og Sveinsína Bergsdóttir.
Ljósm.: Úr einkasafni