Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
48
En að stríði loknu birtist sólin á
ný og skipulegar siglingar milli landa
hófust aftur. Árið 1946 hélt Minna
utan með dæturnar þrjár, Birgit,
Vibbu og Lísu, en Bang varð eftir,
fékk ekki afleysingarmann. Það voru
gleðistundir endurfundanna. Bang fór
með fjölskylduna og Studebakerinn til
Danmerkur sumarið 1949 þegar loksins
tókst að fá lyfjafræðing til starfa og hafði
þá ekki heimsótt heimalandið síðan
1935. Þau voru yfirleitt einn til tvo
mánuði í þessum ferðum og þá var mikið
ekið og marga þurfti að heimsækja. Níu
mánuðum eftir Danmerkurferðina 1949
bættist fjórða stúlkan í hópinn, en þá
fæddist Edda. Þau sigldu ávallt utan og
aftur heim, ýmist með Drottningunni
eða „Gullfossi“ og Bang hafði bíl sinn
með í för – og víst er að um borð skorti
alls ekki spilafélaga í reyksalnum! Lárus
Böðvarsson lyfjafræðingur leysti Bang af
einhver skipti, Inge Rasmussen, Sverrir
Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Werner
Rasmusson sömuleiðis.
Þau Minna og Bang voru vel látin
meðal Króksara, en hún var bæjarbúum
þó aðgengilegri, ef svo má segja og það
endurspeglast í nöfnunum. Hún var
jafnan kölluð Minna þótt einhverjir
hafi ávarpað hana frú Bang. Stína Sölva
og Minna voru góðar vinkonur en hún
ein örfárra kallaði hana jafnan frú Bang.
„Ég heiti Minna“ sagði hún, en Stínu
varð ekki þokað. Hann hét hins vegar
aldrei Ole í munni manna, heldur Bang.
Hann var hlédrægur maður að eðlisfari og
hafði um margt sérstaka hætti í hugum
Skagfirðinga. Hann vakti fram eftir nóttu
yfir hugðarefnum sínum, ávallt með kaffi
í bolla og hann fór ekki á fætur fyrr en
undir hádegi, stundum beint í frokost.
Þá þurfti oft að hafa snör handtök því
viðtalstími læknisins var gjarnan fyrir
hádegi; Torfi læknir tók t.d. á móti
sjúklingum milli 10 og 11 á spítalanum
í mörg ár, fór síðan í vitjanir til hádegis
en tók aftur á móti sjúklingum milli 6
og 7 á kvöldin á spítalanum og þaðan
skondruðu þeir út í Apótek með reseptin
Bang ásamt elstu
dætrunum þremur
um borð í Dronning
Alexandrine, f.v. Birgit,
Vibba og Lísa.
Ljósm.: Úr einkasafni