Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
50
var hjartans mál að kirkjugarðurinn væri
öllum til sóma og gaf nokkra vandaða
steinsteypta bekki til minningar um
mann sinn og eru þeir í garðinum og á
Nöfunum fyrir framan garðinn. Hún
gaf einnig einn steinda gluggann í kirkj-
una eftir þau Guðrúnu Sigurðardóttur
sýslumanns og Jens Urup. Hún var
heiðursfélagi ungmennafélagsins Tinda-
stóls og kvenfélagsins. Hún var vinsæl
meðal samborgara sinna og vann hug
og hjörtu þeirra sem til hennar leituðu.
„Hún var einstök gæðakona“ sagði einn
viðmælandi.
Óli Þór, dóttursonur Bangs og Minnu,
ólst að miklu leyti upp hjá afa sínum og
ömmu. Öll barnabörnin voru mikið hjá
ömmu sinni. Einhvern tíma var Stebbi
Lísu hjá ömmu sinni, þá smápatti, og fór
með henni í messu á páskadagsmorgun.
Eftir messuna var Minna eitthvað að
sýsla í eldhúsinu og verður þá vör við að
fólk var komið inn í stofu. Hún leit þar
inn og þar voru þá Eyþór og Sissa, Stína
Sölva og Stefán Magnússon, hann Stebbi
bók sem var hringjari í kirkjunni og um
skeið meðhjálpari. Þau voru að koma úr
morgunmessunni og strákurinn hafði
staðið á tröppunum og boðið þeim í
bæinn! Voru nú dúkuð borð með hraði og
bornar fram veitingar. Eftir þetta komu
þau jafnan í messukaffi í Apótekinu eftir
morgunandaktina á páskadag, allt þangað
til safnaðarheimilið var opnað í gamla
spítalanum. Þá fóru allir þangað í kaffi.
IX
BANG VAR ekki mikið riðinn við opinber
störf eða félagsmál hinn seinni ár sín.
Kári Jónsson segir í minningargrein að
hann hafi fyrr á tíð vafstrað við ýmis
mál, raunar ekki komist hjá því. „Ekki
mun hann hafa óskað eftir að gegna þar
forystuhlutverkum, en hjá því gat ekki
farið, að til hans væri leitað af ýmsum
aðilum. Þeim málum, sem hann tók að
sér, þótti vel borgið. Hann naut allra
trausts.“ Minna og Bang komu með
nýjungar fyrir íþróttaiðkun ungdómsins.
Edda 5 ára, prúðbúin uppi á borði í garð-
inum þann 17. júní 1955.
Ljósm.: Úr einkasafni
Bang og Óli Þór, fyrsta barnabarnið, á skrif-
stofunni. Ljósm.: Úr einkasafni