Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 51
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
51
Hér að ofan var vikið að þætti Minnu, en
í viðtali við Björn Daníelsson skólastjóra
segir Bang svo: „Ég hafði töluvert iðkað
fótbolta og tennis, en Minna hafði lært
dans og ballet. Þetta er nokkuð skylt, og
bæði höfðum við gaman af að umgangast
ungt og skemmtilegt fólk. Og samskipti
okkar við íþróttirnar og unga fólkið
hérna veitti okkur marga gleðistund,
sem við hefðum ekki viljað missa af. Ég
æfði bæði stráka og stelpur. Strákana
æfði ég í fótbolta í 2–3 ár, en stúlkurnar í
handbolta – það var lengur, ég held í 4–5
ár. Ég var víst fyrsti maðurinn hérna með
handboltann.
– Og hvort fannst þér skemmtilegra
að æfa stráka eða stelpur?
– Það var nokkuð ólíkt. Strákarnir
voru kappsfullir, en þeir voru stundum
latir að mæta á æfingum, en alltaf tilbúnir
og æstir í keppni. Og svo var hitt, að það
hljóp í þá pólitík. Það þótti mér slæmt.
Stúlkurnar voru miklu samvizkusamari,
en lögðu minna upp úr keppninni.“
Bang var einn af stofnendum deildar
Rauða krossins á Sauðárkróki árið 1944
og sat lengi í stjórn hennar með Torfa
lækni og fleirum. Öskudagur var þessi
ár fjáröflunardagur Rauða krossins.
Börn gengu þá í hús og seldu merki til
stuðnings samtökunum og Minna Bang
stjórnaði þá ýmiss konar sýningum í
Bifröst eins og rakið var hér að framan.
Bang átti hest og fór í útreiðartúra
þegar hann bjó í Hafnarfirði. Hann átti
líka hest fyrstu árin fyrir norðan, Jarp,
en reið sjaldnar út, en átti hins vegar
sleða sem hestinum var stundum beitt
fyrir þegar vötn voru komin á ís og þá
var farið í lystireisu fram hérað. Þegar
Jónas Kristjánsson læknir fluttist suður
keypti Bang sleðann af honum, en þegar
svo bar við hafði Jónas farið í vitjanir á
sleðanum. „Þetta var óskaplega fínn sleði
með bjöllum og sætum, og á kvöldin var
Jarpur gamli spenntur fyrir sleðann og
ekið fram öll Héraðsvötn í tunglsljósinu.
Þá var oft ís yfir öllu láglendinu og hægt
að aka um allt, langt fram í fjörð. Ég held
að það hljóti að hafa verið meiri vetur
Garðurinn bak við Apótekið og húsið sem
Sigurður Sigfússon reisti og hýsti síðar Syðri-
búð kaupfélagsins.
Ljósm.: Úr einkasafni
Bang með Vibbu í garðinum.
Ljósm.: Úr einkasafni