Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
54
– Það er hlutur sem ég vil helzt ekki
ræða. Ég tel, að allt slíkt eigum við að
láta afskiptalaust. Það er fyrir utan og
ofan okkar verkahring.
– Svo þar er ekkert í frásögur færandi?
– Nei, varla. Mig hefur að vísu
dreymt. Það veit enginn hvað draumar
eru. En mig dreymdi einu sinni fyrir
slysi. Það var svo greinilegt. Svo mætti
ég einu sinni manni á götu og heilsaði
honum. Það var ekki fyrr en nokkru
síðar, að ég minntist þess, að sá sami
maður var dáinn. Þetta var undarlegt.
En við eigum ekki að reyna að skyggnast
inn í þá heima. Þeir eru okkur æðri, og
þar höfum við ekki vit á. – Ég hefi líka
einu sinni fengið boð af miðilsfundi frá
látnum manni, sem ég hafði þekkt. Það
var mjög athyglisvert – en ég er samt
þeirrar skoðunar, að við ættum ekki að
tala um það.“
Bang fylgdi Sjálfstæðisflokknum að
málum, var þar þó ekki í framvarðar-
sveit; hann var blár í pólitík þótt
Apótekið væri alltaf rauðmálað, sögðu
gárungarnir. „Oli Bang var einstaklings-
hyggjumaður“ segir Kári Jónsson, „en
hann hafði ríka samkennd með með-
bræðrum sínum. Hann var manna
fúsastur að rétta hjálparhönd ef á þurfti
að halda. Skapgerð hans kom í veg fyrir,
að hann stæði á torgum og gatnamótum
og prédikaði umhyggju sína fyrir velferð
samborgara sinna en góðvild hans
og réttsýni var þrátt fyrir það öllum
kunn.“ Hann gladdist yfir framförum,
segir Kári, „en íhaldsmaður var hann í
fallegustu og beztu merkingu þess orðs.“
Bang var yfirvegaður og orðvar
svo sem sjá má af orðum hans um sr.
Tryggva Kvaran á Mælifelli í viðtali
við Björn Daníelsson: „Ég fór fram
á heiði á hestum. Þá var ég samferða
sr. Tryggva Kvaran. Það var töluverð
æfintýraferð. Tryggvi var einn snjallasti
maður sem ég hefi kynnzt, hann átti svo
mikið af dýrmætum hæfileikum; hann
var afbragðsmaður og góðmenni, og
Stemning í garðinum. Álfheiður Blöndal
leikur á gítar.
Ljósm.: Úr einkasafni
Gestir í borðstofunni, Minna, Úlfar Ragn-
arsson, Ragnar Pálsson og Anna Pála Guð-
mundsdóttir.
Ljósm.: Úr einkasafni