Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 57
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
57
Vert er að geta þess, að laugardaginn 9.
júlí voru gefin saman í Sauðárkrókskirkju
einkasonur eins Rotaryfélagans, Guðjóns
Sigurðssonar, Gunnar Guðjónsson og
Sólrún Steindórsdóttir, og óskar Rafpóst-
urinn innilega til hamingju.
Einkennandi fyrir þessa viku er
Landsmót Landssambands hestamanna
og Búnaðarfélags Íslands sem haldið
verður að Hólum í Hjaltadal dagana 14.–
17. júlí. Áberandi straumur ferðafólks
hefur verið til bæjarins í gær og dag, og
litskrúðug tjöld prýða flæðarnar kringum
sundlaugina. Ekki má gleyma að nefna
hina stóru hópa af fallegum hestum, sem
komið hafa hvaðanæva að á landinu og
vakið hafa hrifningu bæjarbúa.
Yfirmaðurinn með Rafpóstinum,
Steingrímur Arason, fær auðvelt og þakk-
látt hlutverk næsta fimmtudag þar sem
hann er það heppinn að geta sagt okkur
nánar frá Landsmótinu að Hólum.
Fimmtudaginn 14. júlí
Ole Bang.“
Annað erindi er til frá hendi Bangs,
flutt á Rotary-fundi, en ódagsett. Birgit
hefur vélritað það á kórréttri íslensku
og væntanlega hefur það verið haldið
fyrir daga Rafpóstsins, ella hefði það
væntanlega birst þar; sennilegt ártal
er 1960. Áður en erindið var flutt á
fundinum höfðu fundargestir hlustað á
Félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks 1966. Sitjandi f.v.: Jóhann Salberg Guðmundsson, Þórður
Sighvats, Friðrik Friðriksson forseti, Ólafur Stefánsson og Haraldur Júlíusson. Standandi f.v.:
Ole Bang, Björn Jónsson, Stefán Guðmundsson, Eyþór Stefánsson, Guðjón Sigurðsson, Kristján
Skarphéðinsson, Ragnar Pálsson, Adolf Björnsson, Steinn Steinsson, Árni Þorbjörnsson, Þórir
Stephensen og bak við hann sér í Gunnar Þórðarson, Vilhjálmur Hallgrímsson stendur bak við
Jóhann Guðjónsson, Árni Blöndal, Halldór Þormar Jónsson, Haukur Jörundsson og Ólafur
Sveinsson læknir sem var gestur fundarins.
Ljósm.: Stefán Pedersen