Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
60
glös eða poka og vélritað á miða hversu
neyta skyldi og hvað oft. Dagurinn
var oft langur í Apótekinu. „Þá var
Apótekið opið frá því klukkan átta á
morgnana til átta og níu á kvöldin“ segir
Minna í viðtali í tilefni af 70 ára afmæli
Apóteksins, „vegna þess að læknarnir
höfðu alltaf kvöldviðtalstíma. Og það
þurftu að vera vaktir á laugardögum og
sunnudögum og á nóttunni líka. Það var
hringt ef einhvern vantaði svo mikið sem
túttu á pela. Maðurinn minn fékk varla
frídag í 14 ár, því það var ómögulegt að
fá lyfjafræðing til að leysa af á þessum
tíma.“
Ýmsir unnu í Apótekinu hjá Bang.
Maríus Pálsson var lengi altmuligmand
hjá þeim hjónum, í hlutastarfi þótt
hann væri viðloðandi meira og minna
allan daginn, og víst er að ekki tók hann
nærri sér að súpa ögn á spírablöndu.
Jón Jónsson á Hesti tók við starfi
hans. Þessir menn tóku á móti vörum,
sinntu garðinum, ýmiss konar viðhaldi
og því sem til féll. Í Apótekinu vann
lengst Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Sveinssonar, og hætti þar ekki fyrr en þau
Björgvin bæjarstjóri giftust. Hallfríður
systir hennar var og mörg ár í Apótekinu
og þar vann Hjördís Kristófersdóttir
um skeið. Sigurlaug Sveinsdóttir vann
um hríð í Apótekinu og hjálpaði til á
heimilinu, t.d. við hreingerningar og
þegar skipt var um gardínur eins og
húsmæður á Króknum gerðu bæði vor
og haust. Þá hafði Minna jafnan stúlku í
húsinu, eins og það var kallað. Ingveld-
ur Rögnvaldsdóttir sem seinna giftist
Guttormi Óskarssyni var þar lengi, en
þegar þau Guttormur stofnuðu heimili
sitt fengu þau leigt hjá Briem handan
við götuna. Dóra Magnúsdóttir var um
skeið á heimilinu, Hallfríður Rútsdótt-
ir (Halla Brandar) sömuleiðis, María
Haraldsdóttir Júlíussonar, Jakobína
Valdimarsdóttir, hún Bína Valla,
Margrét Stefánsdóttir (Magga Stebba
skó), Sólveig Kristjánsdóttir, stelpurnar
í Árbæ, þær Ragnheiður og Ebba
Brynjólfsdætur. Ólöf Friðriksdóttir, hún
Óla Malla, vann lengi í (nýja) Apótekinu
og var Minnu hjálpleg. Loks skal nefna
Guðbjörgu Svavarsdóttur frá Ármúla,
sem var bæði við afgreiðslu í Apótekinu
og til aðstoðar innan húss. Aage
Michelsen var um skeið til snúninga
í Apótekinu, kveikti upp snemma á
morgnana og annaðist ýmis viðvik eins
og Aadnegaardarnir, Sigurður, Knútur
og Jói. Fleiri mætti telja en hér skal
staðar numið. Öllu þessu fólki líkaði
vel við húsbændur sína, ekki síst Minnu
Bang og Vibba í recepturnum.
Ljósm.: Úr einkasafni