Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
62
En Bang útbjó ekki bara lyf handa fólki.
Mjög flóknir lyfseðlar komu í Apótekið
frá Guðmundi Andréssyni dýralækni,
Gvendi dýra sem kallaður var. „Það má
heldur ekki gleyma honum Guðmundi
„dýra“ Andréssyni með öllum sínum ljótu
smyrslum“ segir Minna. „Ekki vorum við
hrifin af reseptunum hans. Þau voru svo
erfið í vinnslu öll lyfin sem hann var með.
[Sbr. paragraff 2 í skyldum heiðursfélaga
Culbertsonklúbbsins bls. 21 hér að fram-
an]. Svo voru líka vandamál með umbúðir
á þessum tíma og það var allt nýtt. Við
seldum t.d. lýsi í Apótekinu á allt upp
í þriggja pela flöskum. Og það voru
keyptar gamlar flöskur, brennivínsflöskur
og hvað eina, og allt var þetta soðið og
sótthreinsað í þvottahúsinu.“
Allt þurfti að mæla jafn nákvæmlega
hvort sem mixtúran var handa manni
eða dýri og í Apótekinu voru til ýmis
tæki til þess, vogir af ýmsum stærðum,
sérstakar skeiðar úr beini, mæliskeiðar
þannig útbúnar að skeiðin var fyllt
en síðan rennt járnvari yfir til að hún
væri sléttfull. „Meira að segja magnyl-
töflurnar,“ segir Minna, „og það þurfti
að vigta hvert gramm vandlega. Jú! Það
gat auðvitað munað á batanum ef ekki
var nákvæmlega mælt.“
Víst gátu menn verið uppátektarsamir
þá eins og nú. Minna mundi eftir bónda
„framan úr sveit sem kom í Apótekið
og keypti sér hóstamixtúru. Þegar
hann var búinn að fá glasið afhent
strunsaði hann í burtu án þess að borga.
Afgreiðslumaðurinn kallaði og spurði
hvort hann ætlaði ekki að borga. „Það er
nógur tími að gera það þegar maður sér
hvort mixtúran virkar“, sagði bóndi þá
og hefur líklega verið búinn að uppgötva
það sem sagt hefur verið oft síðan, að þú
tryggir ekki eftir á.“
Og rétt eins og aðrar búðir á Króknum
var Apótekið líka samkomustaður þar
sem menn hittust og spjölluðu um dag-
inn og veginn, pólitíkina, veðrið og
kannski eitt og eitt bridgespil – og fengu
Stund milli stríða. Bang horfir út á Aðal-
götuna og fær sér smók. Krukkur með sælgæti
í neðstu hillu.
Ljósm.: Úr einkasafni
Minna og Bang í stofunni heima.
Ljósm.: Úr einkasafni