Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 67
KRÓKSARARNIR FRÁ JÓTLANDI
67
starfaði finnskur lyfjafræðingur, prýðilega
menntuð kona, sem nú kom norður og
var sett yfir Apótekið til bráðabirgða. Hún
var röggsöm í betra lagi, hvítasunnukona
og nákvæm um trúarlega siði. Hún
var t.d. treg til að panta smokka þegar
birgðir þrutu, taldi það efla lauslæti,
en afgreiðslustúlkurnar bentu henni á
þörfina; afleiðingar verjuskorts væru
augljósar! Sigurður Jónsson frá Hóli í
Sæmundarhlíð tók við Apótekinu 1. maí
1970 – hafði áður leyst Bang af – en Minna
bjó eftir sem áður í húsi sínu og víst þágu
afgreiðslustúlkur margvíslega aðréttu hjá
henni; „hún skipaði mikilvægan sess í
því samfélagi sem myndaðist í kringum
Apótekið þegar reksturinn var í höndum
Sigurðar Jónssonar. Í upphafi vinnudags
var sest niður og málin rædd. Minna
hafði áhuga á öllu sem varðaði samfélagið
sem við búum í“ segir í minningargrein
eftir þrjár starfsstúlkur Apóteksins.
Minna undi sér vel heima og bjó
lengst af ein eftir að Bang dó. Birgit dóttir
hennar var þó tímabundið hjá henni og
síðustu misserin svaf dótturdóttir hennar
í íbúðinni henni til halds og trausts. Hún
hélt sínum háttum og átti góð samskipti
við sitt fólk í Danmörku. Haustmánuðina
og fram í desember skrifaði hún gömlum
vinum þeirra Bangs bréf, 40–50 talsins og
öll býsna ítarleg. Hún hélt uppteknum
hætti um ferðir til Danmerkur, fór sem
næst árlega og tvisvar á ári þann tíma sem
Páll Brynjarsson stundaði nám í Árósum
og naut þeirra ferða. Birgit fylgdi henni
yfirleitt aðra ferðina, gjarnan að vorlagi,
en Minna vildi njóta danska vorsins
í apríl/maí og fór síðan aftur í ágúst/
september. Jafnan sigldi hún, en frá 1964
fór hún með flugi, enda farþegasiglingar
þá að mestu aflagðar. Minna auglýsti í
Minna með tengdasonunum; Brynjari Páls-
syni, Pétri H. Ólafssyni og Lofti Jónssyni.
Ljósm.: Úr einkasafni
Minna í einni af fjölmörgum heimsóknum
til Danmerkur. Hér hjá skyldfólki í Glatved
skammt norðan Árósa sumarið 1980. Lengst
til vinstri er Sören, þá Ais og loks Grete.
Ljósm.: Úr einkasafni
bæjarblaði Árósa eftir herbergi og roskin
hjón svöruðu auglýsingunni, Lilly og
Svend Larsen. Hún bjó eftir það jafnan
í risinu á íbúð þeirra, ein eða með
einhverju af sínu fólki – og reiðhjól fylgdi.
Hún bast þessu fólki tryggðaböndum og
átti jafnmikið saman að sælda við þau og
ættingja sína. Henni fannst óþægilegt að