Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
74
gerðum móður okkar viðvart og þótti
henni þetta ekki síður undarlegt og
bað okkur að fylgjast vel með ferðum
stúlkunnar. Þegar hún var komin upp á
túnið stefndi hún beint heim að bænum
og hélt þeirri stefnu alveg þangað til
hún sá okkur en þá sneri hún af leið og
gekk suður túnið. Við kölluðum á allt
fólkið út til að sjá, því þetta fannst okkur
orðið allundarlegt ferðalag. Við stóðum
sunnan við bæinn og bilið milli okkar
og stúlkunnar hefur verið svona 60–80
metrar. Hún var í síðu, svörtu pilsi með
hvíta svuntu og prjónahyrnu á herðum,
kossvafða fram yfir brjóstið og bundna
aftur um mittið, eins og konur gerðu oft.
Á höfði hafði hún ljósan skýluklút.
Upp með túninu að sunnan lá sleða-
braut niður á Vötnin og var sú braut
mikið notuð meðan Vötnin voru á
ís. Þegar stúlkan var komin suður að
sleðabrautinni kemur Þórður [Jónsson],
faðir Elíasar sem bjó síðar og alveg fram
undir þessa daga á Narfastöðum, neðan
sleðabrautina og mætast þau þar og er
stúlkan hikandi um hvort hún komist
fyrir framan Þórð en þar sem hann
heldur hiklaust áfram tekur hún þann
kost að hinkra og ganga síðan aftan
við hann og hestinn sem hann teymdi.
Síðan tók hún stefnu á gil eitt sem heitir
Gljúfurárgil.
Þórður virtist hins vegar ekki hafa
tekið eftir stúlkunni svo að pabbi kallaði
í hann og spurði hvort hann hefði þekkt
þessa stúlku sem hefði gengið fram hjá
honum og væri þarna suður í mýrinni.
En Þórður sagðist enga stúlku hafa séð
og varð hálfsnúinn því honum fannst
sennilega að það væri verið að gera grín
að sér.
En við fylgdumst með ferðum stúlk-
unnar þar sem hún stefndi suður og upp
allar mýrar í átt að Gljúfurárgili, og það
síðasta sem við sáum til hennar var að
hún hvarf í gilið og sást ekki meir þó að
við fylgdumst með því lengi á eftir.
Kirkjuferðin
HÉR ER smá saga sem ég heyrði föður
minn, Björn Björnsson, segja: Ásgeirs-
brekka á kirkjusókn að Viðvík. Þegar
hann var drengur var kirkjusókn meiri en
nú er, og var siður að allir sem mögulega
komust að heiman fóru til kirkju þegar
messað var og venjulega farið gangandi.
Nú var það einn sunnudag að messað
var í Viðvík, að Ásgeirsbrekkufólkið
fór allt til kirkju. Gengið var út fyrir
ofan Enni eins og venja var til og niður
svokallaðan Reit og komið niður á
Hríshálsveginn rétt vestan við Dalagil
og gekk niður með læk sem Smáralækur
heitir. Rétt vestan við lækinn, skammt
ofan við Hríshálsveginn, eru tveir
stórir steinar hlið við hlið með ca. hálfs
metra millibili og lá leið fólksins rétt
hjá steinunum. Tekur fólkið eftir því
Vegalaut á Hríshálsvegi.
Ljósm.: Hjalti Pálsson