Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 74

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK 74 gerðum móður okkar viðvart og þótti henni þetta ekki síður undarlegt og bað okkur að fylgjast vel með ferðum stúlkunnar. Þegar hún var komin upp á túnið stefndi hún beint heim að bænum og hélt þeirri stefnu alveg þangað til hún sá okkur en þá sneri hún af leið og gekk suður túnið. Við kölluðum á allt fólkið út til að sjá, því þetta fannst okkur orðið allundarlegt ferðalag. Við stóðum sunnan við bæinn og bilið milli okkar og stúlkunnar hefur verið svona 60–80 metrar. Hún var í síðu, svörtu pilsi með hvíta svuntu og prjónahyrnu á herðum, kossvafða fram yfir brjóstið og bundna aftur um mittið, eins og konur gerðu oft. Á höfði hafði hún ljósan skýluklút. Upp með túninu að sunnan lá sleða- braut niður á Vötnin og var sú braut mikið notuð meðan Vötnin voru á ís. Þegar stúlkan var komin suður að sleðabrautinni kemur Þórður [Jónsson], faðir Elíasar sem bjó síðar og alveg fram undir þessa daga á Narfastöðum, neðan sleðabrautina og mætast þau þar og er stúlkan hikandi um hvort hún komist fyrir framan Þórð en þar sem hann heldur hiklaust áfram tekur hún þann kost að hinkra og ganga síðan aftan við hann og hestinn sem hann teymdi. Síðan tók hún stefnu á gil eitt sem heitir Gljúfurárgil. Þórður virtist hins vegar ekki hafa tekið eftir stúlkunni svo að pabbi kallaði í hann og spurði hvort hann hefði þekkt þessa stúlku sem hefði gengið fram hjá honum og væri þarna suður í mýrinni. En Þórður sagðist enga stúlku hafa séð og varð hálfsnúinn því honum fannst sennilega að það væri verið að gera grín að sér. En við fylgdumst með ferðum stúlk- unnar þar sem hún stefndi suður og upp allar mýrar í átt að Gljúfurárgili, og það síðasta sem við sáum til hennar var að hún hvarf í gilið og sást ekki meir þó að við fylgdumst með því lengi á eftir. Kirkjuferðin HÉR ER smá saga sem ég heyrði föður minn, Björn Björnsson, segja: Ásgeirs- brekka á kirkjusókn að Viðvík. Þegar hann var drengur var kirkjusókn meiri en nú er, og var siður að allir sem mögulega komust að heiman fóru til kirkju þegar messað var og venjulega farið gangandi. Nú var það einn sunnudag að messað var í Viðvík, að Ásgeirsbrekkufólkið fór allt til kirkju. Gengið var út fyrir ofan Enni eins og venja var til og niður svokallaðan Reit og komið niður á Hríshálsveginn rétt vestan við Dalagil og gekk niður með læk sem Smáralækur heitir. Rétt vestan við lækinn, skammt ofan við Hríshálsveginn, eru tveir stórir steinar hlið við hlið með ca. hálfs metra millibili og lá leið fólksins rétt hjá steinunum. Tekur fólkið eftir því Vegalaut á Hríshálsvegi. Ljósm.: Hjalti Pálsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.