Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK
78
Ferðamaður
EINU SINNI að vori til þegar ég vakti yfir
túninu fór ég einhverra erinda niður í
Lónsbrúnir. Þegar ég kem niður að vegi
sé ég að maður kemur sunnan veginn,
ríðandi gráum hesti, og teymdi fimm
hesta undir reiðingi.
Það sem vakti athygli mína var
litur hestanna og útbúnaðurinn á
reiðingunum. Tveir fremstu hestarnir
voru bleikskjóttir, þar næst tveir
móskjóttir og síðastur kom grár hestur.
Á skjóttu hestunum sá ég hvítt aftan og
framan við reiðinginn og hvít mjó mön
aftur að taglinu, allir eins.
Klyfberarnir voru með járnklökkum,
svo hægt var að hleypa niður af þeim
með því að taka í spotta (það hafði ég
ekki séð þá en síðar varð það allalgengt
með einn til tvo klyfbera á hverjum
bæ svo að krakkar gætu hleypt niður,
þessir klyfberar voru dýrir og allmikil
smíði á þeim) auk þess var reiði á öllum
hestunum en það var óþekkt þar sem ég
vissi til. Ef reiðingur sótti fram á hesti var
sett svokallað rófustag.
Ég horfði á manninn fara út veginn
fyrir ofan Lón. Hundurinn sem ég hafði
með mér fylgdist mjög náið með þessari
lest. Ég taldi víst að þessi maður væri að
fara út á Bæjarkletta að kaupa fugl sem
venjulegt var á þessum tíma.
Þegar ég sagði frá þessu heima fannst
fólkinu þetta skrýtið og pabbi sagði að
enginn færi að kaupa fugl nema um
helgar því þá kæmu eyjamenn í land
með fuglinn (Drangeyjarfugl). Þórði
[Gunnarssyni] á Lóni fannst þetta svo
undarlegt, bæði liturinn og útbúnaður-
inn á hestunum að hann sagðist ætla að
reyna að fylgjast með þegar þessi maður
kæmi til baka og hafa samband við hann,
en hann varð hans aldrei var. Þórður sem
var mjög kunnugur um allt héraðið og
mikill hestamaður fullyrti að þessi litur
væri ekki til á þessum slóðum.
Fótatak
VORIÐ 1918 var byggð ný brú yfir
Austur-Vötnin á Gljúfuráreyrum. Við
brúarsmíðina unnu þeir pabbi og Sigur-
björn bróðir minn, en höfðu fæði heiman
að. Allt efni til brúarinnar var flutt á
bátum á Lónssand og á hestakerrum
þaðan fram að brú.
Einn morguninn biður mamma mig
að fara með hádegismat til þeirra niður
á Lónsbrúnir (þar var gerður kerruvegur
upp á brekkurnar fyrir utan á, neðan við
Lónstúnið) því að þar ætli þeir að stansa
og hvíla hestana og borða hádegismatinn.
Þegar ég kom niður á brúnirnar voru
þeir úti á sandi svo að ég þurfti að bíða
nokkra stund eftir þeim og settist við
stóran stein sem var þar. Ekki hafði ég
Sunnan undir bænum á Narfastöðum. Hér
situr Oddný Jónsdóttir húsfreyja (1940–1981)
á hesti sínum.
Ljósm.: Úr einkasafni