Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 87

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 87
DULRÆNAR SAGNIR 87 þeirra dauður í flórnum. Þarna áleit ég að um ábendingu hafi verið að ræða og hét því að taka mark á svoleiðis ábendingum þaðan í frá. Þessu líkt átti oft eftir að endurtaka sig og vil ég nefna hér tvö atvik. Einu sinni vorum við nýkomin úr fjósi að morgni til, finnst mér ég þá verða að fara aftur út í fjós og það í hvelli. Þetta var 40 kúa fjós, hólfað í sundur í miðju, 20 kýr að norðan, hinum megin var upphaflega útbúið fyrir kindur en þegar hér var komið var búið að setja eina röð fyrir kýr. Ævinlega var gengið inn að norðan þegar farið var í fjós en að sunnan þegar farið var til ánna. Nú þegar ég hljóp fannst mér alltaf klingja í höfðinu á mér: „Flýttu þér“ og fór ég eins hratt og ég gat en tók eftir því þegar ég kom að fjósinu að ég hafði farið að sunnanverðu, þ.e. öfugt við það sem venja var. Þegar ég kom inn um dyrnar sá ég að ein kýrin var að hengjast í kýrbandinu. Böndin á kúnum voru þannig að keðja var strengd að neðan og upp í slá yfir kúnum og var laus keðja smeygð upp á aðalkeðjuna og yfir um hálsinn á kúnum. Gæta varð þess að aðalkeðjan væri vel strengd, annars gat kýrin komið snúningi um hálsinn á sér og það hafði einmitt gerst núna. Ég þaut til hennar og kippti keðjunni lausri og um leið datt kýrin þannig að ég hélt hún væri dauð en eftir svolitla stund jafnaði hún sig. Ef ég hefði farið inn um norðurdyrnar á fjósinu eins og venja var, hefði ég athugað fyrst hvort eitthvað væri þar að og við það hefði ég tafist svo ég hefði komið of seint og kýrin drepist. Eitt sinn, eftir að við vorum flutt til Sauðárkróks, var það um haust í góðu veðri að við hjónin ákváðum að fara út á Reykjaströnd í steinaleit og ætluðum að eyða deginum þar ef veðrið yrði svona gott. Við fórum út undir Reyki og þar upp í hlíðina og fundum steina sem ég bar ofan í bíl. Einu sinni er ég kem að bílnum var eins og sagt væri við mig: „Farðu inn á Krók og vertu fljótur.“ Ég kallaði til konunnar sem var uppi í hlíðinni og sagðist þurfa að flýta mér heim. Þegar við stönsuðum við húsið heima mætti okkur vinkona okkar sem búsett er í Reykjavík en kom snögga ferð norður og ætlaði að sjá okkur áður en hún færi aftur suður. Hún var búin að koma við heima fyrr um daginn og var nú á leið út úr bænum. Hún stansaði ekki nema augnablik því það beið bíll eftir henni og þegar hún var að fara komu hjón frá Siglufirði og voru hjá okkur fram á kvöld. Við hefðum ekki viljað verða af því að hitta þetta fólk en það hefði orðið ef ég hefði ekki fengið boðin út á Reykjaströnd. Svipir lifandi manna Í NÆSTA húsi norðan við okkur [við Hólaveg á Sauðárkróki] búa þau Gísli Felixson og Erla Einarsdóttir. Hún er ættuð úr Mýrdalnum þar sem foreldrar hennar bjuggu, en þeir heimsóttu þau oft um páskahátíðina. Einu sinni rétt fyrir páska vissi ég að þau ætluðu að koma norður. Ég var einn heima og er mér gengið út í þvottahúsdyrnar og lít suður götuna þar sem ég sé Einar og Þorbjörgu, foreldra Erlu, koma gangandi eftir gangstéttinni og eru við hornið á næsta húsi fyrir sunnan okkur. Þau gengu hratt og voru ekki með neinn farangur með sér. Þetta fannst mér undarlegt því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.