Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 95
JÓN MARGEIR
95
Jónas í Móhúsi var elsta barn Jóns
og Guðnýjar, fæddur 17. júní 1893 á
Hofstöðum í Viðvíkursveit. Á næstu
árum fæddust foreldrum hans þrjú
börn en þau dóu öll í bernsku. Loks
fæddist Margrét Gíslína 27. ágúst 1904
og hún komst til aldurs. Jónas hvarf úr
foreldrahúsum um 1920, skömmu eftir
að Jón Margeir kom í Móhús. Árið
1921 stofnaði hann heimili með konu
sinni, Þorbjörgu Kristínu Jónsdóttur, í
Miðhúsi á Bæjarklettum. Þau færðu sig
að Sæborg tveimur árum síðar, þar sem
þau bjuggu til æviloka Jónasar. Hann
varð atkvæðasjómaður eins og hann átti
kyn til og þegar Jóhannes Jóhannesson á
Vatnsenda í Kotum lét smíða sér nýjan
tveggja tonna trillubát á Bæjarklettum
árið 1931, varð Jónas í Sæborg formaður
á bátnum, sem nefndur var Maí.
Að morgni 2. desember 1933 reru
þrjár trillur frá Bæjarklettum: Suðri, eign
Loftmynd af Bæjarklettum og
umhverfi 1. september 2010.
Ystiklettur til vinstri. Norðan
við hann var lendingin í
Bæjarvíkinni. Sunnan við
Ystaklett er Lágubúðarvík með
Lágubúðarklöpp í miðri vík
en sunnar Miðhúsaklöpp, laus
frá landi á flóði. Miðhúsavík
gengur þröngt inn með Miðkletti.
Flestir bæirnir á Klettunum
voru á svæðinu milli Ystakletts
og Miðkletts. Milli Miðkletts og
Syðstakletts var Bakkabúðarvík og
lengst til hægri sér á Bakkabúðar-
klöpp. Efst á mynd sést Kotabótin
í Höfðavatni og á nesinu litla, sem
gengur fram í Bótina miðja, var
Kotabyggðin. Bær er efst til hægri en
sumarhúsið Litlibær til vinstri, ofan
við Bæjarmölina. Graslendið ofan
við Litlabæ er Flæðarnar og ofan við
Flæðarbrekkurnar tekur túnið við.
Ljósm.: Hjalti Pálsson