Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 97

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 97
JÓN MARGEIR 97 kaupfélagsstjóri í Hofsósi bauð honum að lesa með börnum sínum meðan hann var í unglingaskólanum í Hofsósi. Hann duldi áreiðanlega með sér miklar væntingar og með ráðdeild og hagsýni undirbjó hann framtíð sína. Þegar aldur leyfði fór hann að sækja vinnu þar sem tekjur var að hafa. Vitað er að hann var í Hrísey a.m.k. eitt ár, skráður innkominn þaðan í Hofssókn árið 1939. Oft sótti hann vinnu til Siglufjarðar þar sem voru góðir tekjumöguleikar á síldarárunum. Miðvikudaginn 18. febrúar 1942 kom Jón Margeir utan af Siglufirði heim í Móhús með póstbátnum sem Skafti Stefánsson frá Nöf hafði þá í ferðum. Morguninn eftir var gott veður og Jón Margeir tók byssu sína og malpoka og reri einn á pramma úr Bæjarvík út að Þórðarhöfða. Hann var afburðaskytta svo að enginn stóðst honum snúning í skotfimi. Kippti honum þar vissulega í kyn Jónatans í Bæ sem átti vart sinn jafningja á skotveiðum. Jón Margeir kom ekki heim úr þessari ferð og var hans mikið leitað næstu daga. Egill Jóhannesson á Syðra-Ósi kvaðst hafa hitt Jón Margeir hinn örlagaríka morgun, var þá á leið inn í Hofsós. Björn í Bæ gekk um kvöldið fjöruna út að Þórðarhöfða og fann þar tvo dauða fugla í urð undir Þórðarhöfðanum. Síðar féll á náttmyrkur en morguninn eftir og næstu daga var leitað árangurslaust. Prammann rak þremur dögum síðar úti á Skaga og í honum byssa Jóns Margeirs og belti af buxum hans, að því er Egil minnti.9 Mánuði eftir að Jón týndist voru Pétur Jóhannsson í Glæsibæ og Gísli Konráðsson í Sólvangi á ferð á trillu sinni utan af Lónkotsmöl inn í Hofsós. Þeir sigldu nálægt Þórðarhöfðanum og komnir innfyrir Kögrið veittu þeir athygli einhverju einkennilegu á lítilli malarfjöru í botni Kaplavíkurinnar. Sneru þeir að landi til að athuga nánar og komust þá að raun um að þarna hafði rekið upp líkamsleifar Jóns Margeirs. Líkið var að vonum mjög skaddað eftir mánaðarvolk í sjó og fjöru. Þeir tóku það í bát sinn og héldu síðan áfram. Jón Konráðsson í Bæ var hreppstjóri sveitarinnar. Þangað sneru þeir stefni upp í Bæjarvíkina og afhentu honum farm sinn. Var líkið í fyrstu vafið í segl og bundið ofan á spýtnabunka sem var þar á klettunum. Skrásetjari þessa þáttar spurði Jón Björnsson frá Bæ, þá bónda á Hellulandi, hvort hann myndi eftir því er komið var með líkamsleifar Jóns Margeirs í Bæ. Jón svaraði því til að hann yrði aldrei svo gamall að hann gleymdi því. Hann var þá á þrettánda árinu og gekk undir gælunafninu Bússi. Skömmu eftir að þeir Pétur og Gísli voru farnir kom Bússi niður á Bæjarklettana, óafvitandi um það sem gerst hafði, og ætlaði að sækja sér spýtu í hlaðann. Svipti hann burtu seglinu til að komast að timbrinu. Þeirri sjón, er þá blasti við, sagðist hann aldrei gleyma. Hann gekk frá og seldi upp. Bússi sagði þetta alls ekki hafa verið orðið að sundurlausum beinum, eins og síðar kom fram í frásögnum, enda er slíkt með ólíkindum þar sem líkið var ekki búið að liggja nema mánuð er það fannst. Búkurinn var heillegur, en útlimir að einhverju leyti dottnir af og líkið étið af marfló. Það var síðan móðir 9 Egill Jóhannesson frá Syðra-Ósi. Viðtal við höfund í apríl 2002.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.