Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
100
Það gerðist á gamalsaldri Jóns, 1942,
að hann reri einn á báti sínum fram
fyrir Bæjarkletta. Rak þá á norðan kylju
og hafði Jón gamli ekki þrek til að róa
móti golunni, en rak inn og vestur
fjörðinn. Björn Jónsson í Bæ var þá á
sjó á vélbáti sínum og frétti af Jóni, er
hann kom í land. Fór hann þegar eftir
honum og fékk borgið Jóni yfir í bát sinn
og hlúð að honum. Var Jón þá orðinn
aðframkominn af kulda og vosbúð og
töluverður sjór kominn í bát hans, því
að Jón sagðist hafa misst ,spönduna‘ í
sjóinn.15
Eftir að Jón í Móhúsi dó 1943 var
Margrét Gíslína dóttir hans áfram
í húsinu um þriggja ára skeið með
fósturson sinn, Jóhannes Pálsson, sem
síðar varð búsettur í Hofsósi. Margrét fór
til Siglufjarðar 1946 og gerðist ráðskona
hjá feðgunum Sölva Jóhannssyni pósti,
eftir að hann var orðinn ekkjumaður,
og syni hans Birni á Þormóðsgötu 17
á Siglufirði. Þá lagðist niður búseta í
Móhúsi.
Skrásetjara þessa þáttar hafa í aldar-
fjórðung verið hugstæð örlög þessa efni-
lega pilts. Hann liggur nú í ómerktri gröf
einhvers staðar í Hofskirkjugarði – eins
og móðir hans – eins og fósturforeldrar
hans – eins og ótölulegur fjöldi annarra
sem horfið hafa í aldanna haf, án þess að
marka nein varanleg spor í söguna. Þessi
greinarstúfur er tilraun til að heimta að
landi úr hafsins hyl minningabrot um
efnilegan ungan mann sem gæddur var
miklum hæfileikum en fékk ekki tækifæri
til að nýta þá.
Það er enn kaldhæðni örlaganna að
engin ljósmynd hefur komið í leitirnar
af Jóni Margeiri og engin ljósmynd
af Móhúsi, né nokkrum öðrum bæ í
Kotunum. Samt átti Jón Margeir mynda-
vél en afdrif ljósmynda hans hafa reynst
skrásetjara órekjanleg.
Jón Margeir var nýorðinn 22 ára er
hann hvarf af þessum heimi. Hvaða fram-
tíð hefði beðið hans hefðu örlaganorn-
irnar ekki óvænt og harkalega skorið á
lífsþráðinn? – Enginn veit. – Enginn veit.
Jóhannes Pálsson í
Hofsósi ólst upp í Móhúsi
í Kotabyggðinni. Hann
situr hér í kjallaragrunni
Garðhúss þangað sem
Ytra-Ósbærinn var fluttur
um 1930.
Ljósm.: Hjalti Pálsson
15 Björn Jónsson í Bæ.