Skagfirðingabók - 01.01.2015, Side 101
101
JÓN R. HJÁLMARSSON
AF GOÐDALAPRESTUM
SUÐUR FRÁ meginhéraði Skagafjarðar
ganga þrír dalir suður í hálendið. Vestast
er Svartárdalur og austast er Austurdalur,
en milli þeirra liggur Vesturdalur sem hér
kemur helst við sögu. Að utanverðum
dal þessum liggja lágir hálsar og er þar
talsvert undirlendi, en eftir því sem innar
dregur hækka fjöllin og dalurinn þrengist
nokkuð. Enn í dag er Vesturdalur allvel
gróinn og búsældarlegur í besta lagi. Á
fyrri öldum hefur gróðurlendið verið
miklu ríkulegra, einkum meðan skógur-
inn hélt þar velli. En honum var eytt í
aldanna rás svo gersamlega að hvergi
munu finnast þar birkileifar, nema
lítillega í Runu, en svo kallast innsti
hluti dalsins að austanverðu. Þar eru líka
einirunnar á víð og dreif, en þó aðallega
á svonefndum Hraunþúfurana. Á fyrri
öldum var miklu meiri byggð í dalnum
en síðar varð og þá einkum í honum
innanverðum. Um það vitna bæði
örnefni sem og mannvistarleifar.
Daníel Bruun kannaði svæðið 1897
og taldi sig þá hafa fundið rústir 11
eyðibýla. Sagnir herma að jarðirnar
hafi eyðst í svartadauða og má það
vel vera. Einnig mun byggðin hafa
dregist saman eftir því sem landkostir
rýrnuðu. Allra innst í dalnum stóð býlið
Hraunþúfuklaustur, þar sem á að hafa
verið helgisetur í fyrndinni. Sér þar
enn móta fyrir veggjum og garðlögum.
Staður þessi hefur þótt harla dularfullur
og honum eru tengdar ýmsar þjóðsögur.
Í Ævisögu sinni nefnir séra Jón Stein-
grímsson þennan stað, þegar hann segir
frá frænku sinni, fróðleikskonunni
Guðnýju Stefánsdóttur frá Silfrastöðum,
f. um 1678, en hún var alsystir Hjálms
Stefánssonar á Keldulandi, móðurafa séra
Jóns, og hljóðar frásögn hans svo: „Hún
hafði og séð klukku, sem fannst í jörðu
að yfirhvolfdu kjaraldi í nokkru plássi
fyrir framan Hof í Skagafjarðardölum;
skyldi þar áður hafa verið eitt klaustur og
eyðilagzt í stóru plágunni 1404. Veit nú
enginn til þessa. Á greindri klukku stóðu
þessi orð á latínu:
Vox mea est bamba,
possum depellere Satan,
Það þýðir:
Mitt hljóð er bamba,
burt rek ég satan.
Var klukka sú flutt að Goðdölum, en nú
síðar umsteypt.“
Margt annað hefur verið um staðinn
skrifað, og staðfest er með uppgrefti að