Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 103
AF GOÐDALAPRESTUM
103
það til 1802, er stólsjarðir voru seldar.
Allgóðar samgöngur eru nú í Vesturdal
og upp frá Þorljótsstöðum hefur verið
ruddur fjallvegur upp hlíðina og má
fara eftir honum suðaustur hásléttuna
norðan Hofsjökuls, yfir Austari-Jökulsá
á brú til Laugafells og þaðan áfram á
Sprengisandsleið í Kiðagilsdrögum eða
við Fjórðungsvatn.
Menningarsetur í Goðdölum
MARGIR nafnkunnir klerkar hafa þjónað
í Goðdölum frá því að þar var fyrst sett
kirkja, sem helguð var heilögum Nikulási
í katólskri tíð, og fram til 1907, þegar
prestakallið var endanlega lagt niður
og sameinað Mælifellsprestakalli. Og
prestarnir í Goðdölum voru ekki aðeins
trúarlegir leiðtogar fólksins í sóknum
sínum, heldur voru margir þeirra miklir
lærdómsmenn sem kenndu ungum
mönnum undir skóla. Fátt er nú kunnugt
um slíkt skólahald á prestssetrinu á
fyrri tíð, en minna má á að þegar séra
Einar Thorlacius, síðar prestur í Saurbæ
í Eyjafirði, þjónaði í Goðdölum á
árunum 1819–1823 voru hjá honum til
læringar tveir ungir menn sem síðar urðu
þjóðkunnir, þeir Jónas Hallgrímsson frá
Steinsstöðum í Öxnadal og Brynjólfur
Pétursson frá Víðivöllum í Blönduhlíð,
báðir síðar Fjölnismenn. Þá skal þess
getið að í tíð séra Hjörleifs Einarssonar
í Goðdölum á árunum 1869–1876 lásu
hjá honum undir skóla tveir piltar sem
Staðurinn í Goðdölum um 1945, kirkja, bær og peningshús. Ofan staðarins er hin sérkennilega,
gilskorna fjallshlíð. Lengst til hægri sér í neðsta hluta bæjarlækjargilsins er spýtti fram skrið-
unum 1759 og nánar getur í kafla séra Jóns í Goðdölum hér á eftir. Ljósm.: Páll Jónsson