Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 104

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 104
SKAGFIRÐINGABÓK 104 einnig urðu mjög vel kunnir. Það voru þeir Einar Hjörleifsson, sonur prestsins, er síðar tók sér nafnið Kvaran, og Jónas Jónasson frá Tunguhálsi, sá er síðar var prestur á Hrafnagili og kenndi sig jafnan við þann stað. Vafalaust mætti tína til fleiri pilta sem tilsögn fengu í Goðdölum og virðist það veganesti sem menn fengu þar hafa reynst furðu heilladrjúgt. Ættfaðirinn á Barði í Fljótum LUNGANN ÚR 18. öld þjónuðu í Goð- dölum þrír feðgar hver af öðrum, en það voru þeir Páll Sveinsson, Sveinn Pálsson og Jón Sveinsson. Voru þeir miklir fremdarmenn, búhöldar góðir og því mjög fyrir mönnum í dölum á sinni tíð. Séra Páll í Goðdölum var sonur séra Sveins Jónssonar, Guðmundssonar á Siglunesi, Jónssonar „prinna“, Jónssonar, sem prestur var á Bergsstöðum, Barði og Felli í Sléttuhlíð á árunum 1556 til 1582 og drukknaði aldraður í Hrauna- ósi árið 1609. Séra Sveinn Jónsson var fæddur árið 1603, tekinn í Hólaskóla 1616, brautskráður 1625 og starfaði þá sem sveinn Þorláks biskups Skúlasonar til 1633. Fór til háskólanáms í Kaup- mannahöfn 1634 og kom aftur til landsins 1637. Þá starfaði hann um skeið við útgáfu Þorláks biskups á Biblíunni og var jafnframt heyrari í Hólaskóla til 1639. Það ár tók hann vígslu og var kirkjuprestur á Hólum til 1649. Þá fékk hann Barð í Fljótum og þjónaði því til æviloka 1687. Séra Sveinn var lærður vel og þá einkum í fornfræðum. Meðal annars átti hann í bréfaskiptum við lærdómsmanninn Ole Worm í Kaupmannahöfn. Eftir hann eru kvæði á íslensku og latínu. Einnig samdi hann rit um drauma og byrjaði að taka saman íslenska orðabók. Kona séra Sveins var Björg Ólafsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi. Tveir sona þeirra urðu prestar, séra Jón á Barði og séra Páll í Goðdölum. Einnig áttu þau Guðmund sem var heyrari við Hólaskóla, Krák stúdent í Stóra-Holti í Fljótum, Jón, Hildi, Vilborgu, Steinvöru og Sigríði. Krákur Sveinsson í Stóra- Holti var lærður maður og gagnmerkur. Meðal margra barna hans var Sveinn stúdent, sá sem fórst af slysförum með harla óvenjulegum hætti. Það var siður á Öxarárþingi að heilsa amtmanni með fallbyssuskotum um leið og hann reið inn á þingstaðinn. Það skyldi líka gert á þinginu árið 1720, en þá hljóp skotið ekki úr byssunni, þótt tvívegis hefði verið reynt. Á þingi var staddur Benedikt varalögmaður Þorsteinsson og í fylgdarliði hans var Sveinn Kráksson, ungur stúdent úr Fljótum. Sveinn þessi gekk fram fyrir fallbyssuna, þegar menn voru árangurslaust að baksa við hana. En í sömu andrá reið skotið af og á manninn. Hlaut hann af þessu mikla áverka og var fluttur að Görðum til græðslu. Það tókst ekki og andaðist hann eftir miklar þrautir. Með því að deyja þannig af fallbyssuskoti má fullyrða að Sveinn hafi hlotið dauðdaga sem var fágætur og trúlega einsdæmi hér á landi. Séra Páll í Goðdölum PÁLL SVEINSSON var fæddur um 1650 og lifði til 1736. Hann lærði fyrst hjá föður sínum, síðan í Hólaskóla og brautskráðist sem stúdent árið 1673 með ágætum vitnisburði. Hann vígðist og gerðist prestur í Kjalarnesþingum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.