Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 110
SKAGFIRÐINGABÓK
110
til tals að hann væri gerður prófastur í
Skagafjarðarsýslu árið 1758, þegar það
embætti losnaði. Ekkert varð þó af því
og séra Halldór Jónsson í Vík tók við
prófastsstarfinu. En í mörgu þurfti séra
Jón að mæðast þegar eftir að hann tók
við Goðdölum. Í janúar 1759 gerði
foráttuveður og féllu þá aurskriður og
grjót úr fjallinu og niður yfir tún og engi
á staðnum, svo að jörðin stórspilltist. Var
mikið verk að bæta úr þeim spjöllum, en
það gerði presturinn eftir bestu getu. Til
að fyrirbyggja að slíkt kæmi fyrir aftur
hlóð hann mikinn garð fyrir ofan túnið.
Var hann sagður 200 faðma tólfræðra á
lengd og bæði hár og breiður. Þá byggði
séra Jón upp allan bæinn í Goðdölum og
segir Jón Espólín svo frá, að hann hafi
fært með öðrum manni svo mikið grjót
og stórt til þeirrar byggingar að trauðfært
þótti síðan að rífa, nema með mannafla.
Einnig byggði prestur upp kirkjugarðinn
í Goðdölum og hlóð hann allan úr grjóti.
Fékk hann til þess verks með sér Björn
Helgason á Skuggabjörgum sem sagður
var afarmenni að burðum. En Jón átti
samt sjálfur drýgstan hlut að verkinu
og fyrir þessi afrek var hann af sumum
nefndur Grjót-Jón.
Landsbókasafnið geymir eitthvað af
skáldskap hans og í Þjóðskjalasafninu
er varðveitt flatarteikning hans af Goð-
dölum og garðinum mikla sem hann dró
upp til að senda biskupi á sínum tíma.
Þjóðsagnapersónan
Jón goddi
EINN AF vinnumönnum séra Jóns í
Goðdölum var Jón Jónsson sem af
langdvölum á staðnum var nefndur
Jón goddi. Hann var sagður fæddur
Texti sem séra JónSveinsson sendi með uppdrættinum til biskups: „Hier gagnvart er lítilfiörleg
afrissing [uppteiknun] GoðDala staðar Sc(il): [þ.e.] húsa og Túns, samt þeirrar miklu skriðu
á því sama, hver eð yfir það fiell þann 22. Januarij a.c. [anno currentis = á þessu ári] 1759.
Þar með er sá garður er giörast skyllde fyrir ofann það með rubris [rauðu] uppdreiginn. Er
þetta giort í þeirre meiningu að hans háæruverðigh(ei)t siáe því helldur Situationem loci
[aðstæður á vettvangi] og hve stór hætta GoðD(ölum) yfir höfðe hánger hverre almattugur guð
vyrðist með sinum háleita kraffte milldelega að afstýra, og sínu þar standande húsi dásaml(eg)a
að þyrma. Fiat. Fiat.“ [Fiat er latína sem þýðir verði, virðist ósk um að svo verði áfram].