Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 114
SKAGFIRÐINGABÓK
114
og einnig spunnust um þjóðsögur. Eru
ættir frá báðum þessum systkinum.
Hrösun Ragnhildar prestsdóttur
ÞÁ SKAL getið Ragnhildar sem trúlega var
elst barna séra Jóns og fædd 1750 eða litlu
fyrr. Þótt undarlegt kunni að virðast fór
hún ung frá foreldrum sínum og ólst upp
sem fósturdóttir Árna bónda Sveinssonar
sem bjó á Ábæ frá því um 1735 og
fram undir móðuharðindi. Hann var
talinn bjargálna bóndi og fær mjög
góðan vitnisburð í dagbókum Eggerts
og Bjarna. Önnur fósturdóttir Árna var
Kristín Guðmundsdóttir og þessum
stúlkum báðum gaf Árni fjórðung eigna
sinna samkvæmt bréfi er lesið var upp á
Akraþingi í Blönduhlíð árið 1761.
Árið 1777, þegar Guðrún Jónsdóttir
var gefin séra Oddi á Miklabæ, tóku
menn eftir því að eldri systir hennar,
Ragnhildur, sem þá var komin heim til
foreldra sinna í Goðdölum, fór að gildna
mjög undir belti. Séra Jóni brá illa við
þessi tíðindi og gekk á dóttur sína um
faðernið. Og ekki batnaði ástandið, þegar
hún upplýsti að Hjálmur Steingrímsson,
bónda á Giljum, Hallssonar, Jónssonar,
og konu hans Unu Hjálmsdóttur frá
Keldulandi, Stefánssonar lögréttumanns
á Silfrastöðum, Rafnssonar, væri valdur
að þunga hennar, en þá var Hjálmur
aðeins 18 vetra. Þau Steingrímur og Una
bjuggu við mikla fátækt á Giljum og
eignuðust 18 börn. Séra Jóni virðist hafa
verið lítið gefið um þessi sóknarbörn sín
og má vera að hann hafi í því sambandi
minnst margra bellibragða Hjálms
Stefánssonar, sem áður bjó á Ábæ, við
séra Svein í Goðdölum föður sinn. Una
Hjálmsdóttir átti mörg systkini og ein
systir hennar var Sigríður kona Steingríms
Jónssonar á Þverá í Blönduhlíð og þar
með móðir séra Jóns Steingrímssonar
eldlerks á Prestsbakka og þeirra systkina.
Víst er það að Goðdalaprestur reiddist
æsilega, lagði fæð á dóttur sína og rak
hana að heiman. Hún leitaði þá skjóls
hjá Þorsteini bróður sínum, sem á
þessum tíma var að sögn heimilismaður
á Breið í Tungusveit. Þá bjuggu á Breið
Pálmi Steingrímsson og kona hans
Sigríður Björnsdóttir. Pálmi var frá
Draugurinn Solveig dregur séra Odd ofan úr
gluggatóftinni.
Teikn.: Bjarni Jónsson