Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK
116
Grímsstaðir og í Vesturdal bæirnir Þor-
ljótsstaðir og Giljir. Árið 1784 brugðu
þau Steingrímur Hallsson og Una
Hjálmsdóttir búi á Giljum. Steingrímur
dó 29. mars 1785 á vergangi úr hor og
svipuð urðu endalok margra í þessum
hörmungum.
Hinn 6. október 1793 sagði séra Jón
Sveinsson af sér prestskap frá fardögum
1794. Hann fluttist þá brátt til Þorsteins
sonar síns í Gilhaga. Þar dvaldist þessi
trausti og athafnasami klerkur þau ár
sem hann átti ólifuð. Í ársbyrjun 1798
tók hann sótt er vann á honum til fulls
og hinn 10. febrúar hvarf hann á vit feðra
sinna. Hann var lagður til hinstu hvílu við
hlið konu sinnar, sem andast hafði 1790,
í kirkjugarðinum í Goðdölum. Þann garð
hafði hann hlaðið upp á sínum tíma og
yfir sig og Steinunni fékk hann steininn
mikla sem hann hafði höggvið sjálfur og
Sveinn Pálsson segir frá. Fátt er nú eftir
í Goðdölum sem minnir á séra Jón fyrir
utan grafarhelluna. Vera kann þó að
eitthvað af steinum í kirkjugarðsveggjum
séu þar frá hans hendi og ef til vill má
enn finna merki af garði þeim sem
hann hlóð við fjallsræturnar til að varna
skriðuföllum á tún og engjar.
Helstu heimildir:
Nokkrar prentaðar heimildir sem stuðst er við:
Björn Egilsson: Gengnar götur.
Hannes Pétursson: Misskipt er manna láni II.
Huld, safn alþýðlegra fræða II.
Íslenskar æviskrár.
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu.
Jón Helgason: Öldin átjánda.
Jón Steingrímsson: Ævisaga.
Jónas Rafnar: Jónas Jónsson læknir, 1830–1895.
Súlur, norðlenskt tímarit, 32. árgangur.
Margeir Jónsson: Heimur horfins tíma.
Skagfirskar æviskrár.
Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum: Ritsafn I, II,
III.
Sveinn Pálsson: Ferðabók.
Sölvi Sveinsson: Af Solveigu og séra Oddi.
Skagfirðingabók 15.
Þá hef ég líka fengið fróðleik úr handritum
og bréfum frá Birni Egilssyni á Sveinsstöðum,
Jónasi J. Rafnar lækni á Kristnesi, og fleiri, sem
og munnlegar upplýsingar úr ýmsum áttum.
Legsteinn Jóns Sveinssonar og Steinunnar
Ólafsdóttur í Goðdalakirkjugarði. Letur
hans er nú máð orðið og lítt læsilegt.
Ljósm.: Hjalti Pálsson