Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 118
SKAGFIRÐINGABÓK
118
áramótum fóru veður að harðna og gekk
þá á með norðan hörkubyljum, þó var
aldrei mikil fönn vegna stórviðris en
stórfenni nokkurt. Aldrei gerði mikil
brim og töldu því eldri menn að ís væri
nærri landi enda væri veðurfarið regluleg
ísaveðrátta. Einn morgun fyrst í janúar
stytti [svo mikið] upp að nokkuð sást til
hafs og var þá sýnilegt að hverju stefndi
því að ís var við hafsbrún hvert sem
auga leit og aftur skall á með blindbyl
og nú stóð ekki á að sá hvíti kæmi inn
í Skagafjörðinn. Hafís var að sjá hvert
sem litið var þegar birti. Stórar ísborgir
höfðu rekið inn og heyrðust þungar
drunur þegar jakarnir rákust á eða þegar
stór stykki voru að springa úr þeim í sjó
niður. Það má kannski segja að þetta var
bæði tignarlegt og ógnvekjandi. Fjörðinn
fyllti eiginlega á einum sólarhring en
þar sem ísborgir stóðu botn á djúpu
vatni mynduðust lænur með landi
fram og innst í firðinum var einnig
autt en fraus mjög fljótt saman í þeim
heljarfrosthörkum sem þá voru. Frost
var oft 26–30 gráður og a.m.k. einn dag
man ég eftir 32 gráðum. Ég heyrði talað
um að kvikasilfur í mælum hefði frosið
en veit þó ekki sönnur á því.
Nú, fyrst í janúar, er varasamt að
vera úti til lengdar því að hætt er við
kali á nefi og eyrum. Við strákarnir
sex á heimilinu, Gunnar, Árni, Konráð
[Jónsson, bróðir Björns], ég, Jói og
Steini, [Jóhannes Stefánsson og Þor-
steinn Stefánsson í Bæ] höfðum gaman
Flugsýn yfir Bæjarkletta 14. október 2012. Til vinstri er Ystiklettur og lendingin í Bæjarvík
norðan við hann. Klapparvíkin sunnan Ystakletts er Lágubúðarvík en Miðhúsavík gengur inn
með Miðkletti. Sunnan hans er Bakkabúðarvík og Syðstiklettur. Þá kemur Bakkabúðarklöpp
og síðan Kópavík, Hellisnes og Æðarskersvík lengst til hægri. Djúpavíkin, sem kemur við
sögu síðar í greininni, er hægra megin við tangann sem lengst gengur fram í sjóinn utan við
Hellisnesið. Ljósm.: Hjalti Pálsson