Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 119

Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 119
FROSTAVETUR 119 af að fara út og láta svo þíða nef og eyru með klaka þessa daga. Þessa daga í janúar var allt orðið fullt af ís og samfrosið við land. Rögnvaldur [Sigurðsson] í Litlu-Brekku og Siggi kletta [Jónasson] gengu fram í Drangey og sáu hvergi líf enda allt samfrosið, hvergi vök. Síðasta vökin sem ég man eftir áður en allt varð samfrosta var við Bæjarkletta. Hélst hún raunar opin vegna þess að þar var krökkt af æðarfugli o.fl. og tugir af hnísum. Allt þetta var að reyna að bjarga lífi undan ægivaldi hafíssins. Nokkra daga var vonlaus lífsbarátta háð. Við komum að vökinni daglega og bárum þangað moð úr fjárhúsum og eitthvað af mat. Fuglinn sat mikið á moðinu því að þeir sem settust á ísinn frusu fastir. Vökin minnkaði smám saman, fugli og hnísu fækkaði og einn morgun er við komum var allt orðið samfrosta. Fuglinn dauður, hnísurnar horfnar. Höfðu þær vitanlega kafnað. Það voru daufir piltar sem gengu heim frá þessu[m] dánarbeði. Þessa daga var bjart veður og sáust því vel hin geysilegu hafþök hvert sem auga leit. Norðvestur af Málmey sáust stórhveli halda opinni vök, sáust þar miklir gufustrókar annað slagið sem birtust enn betur vegna hins mikla kulda. Ekki voguðu menn að fara þarna út á ísinn til að aðgæta þetta frekar og svo fór að allt lífsmark hvarf, hvergi opin vök. Nokkuð var um mannaferðir innan- fjarðar á ísnum, gengið var fram í Drangey en þar var enginn lífsvottur sjáanlegur. Í Málmey var þá margbýli en bændur þar höfðu samband við land á ísnum. Fóru þeir á milli með sleða og báru á baki lífsnauðsynjar. Vildu menn ógjarnan vera einir á ferð því að mikla aðgát þurfti að sýna. Man ég að við fjórir náungar frá Bæ, allir um og innan við 20 ára, vorum sendir inn í Kolkuós [15. janúar 1918] að sækja nautkálf á öðru ári sem faðir minn keypti þar. Sleða höfðum við og bundum tudda á hann og ábreiðu yfir og nú streittumst við sveittir þó kalt væri. Sleðinn skar niður á ísnum og var verulega rammdrægur en þetta var ævintýri sem ekki var daglegur viðburður. Á Hofsósi var fólk á skautum á sjónum fram af ánni. Vegna seltunnar var svellið stamt og ef nokkuð linaði frost þá myndaðist krap ofan á ísnum sem vont var að ganga á. Það var komið myrkur þegar við komum heim, mikið frost en þó vorum við sveittir. Það er ekki mikil fönn því að þegar stórhríðin var mest eftir áramótin festi ekki vegna storms. Jörðin er nú alltaf að springa og hérna á hlaðinu er sprunga sem alltaf er að breytast og okkur er bannað að fara Bátur í hafís, óvíst hvar. Á kinnungi má lesa VE-108. Samkvæmt bókinni Íslensk skip 4 bar vélbáturinn Gotta í Vestmannaeyjum þá einkennisstafi. Smíðuð í Danmörku 1916, 35 brúttólestir. Eig. myndar: Minjasafnið á Akureyri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.