Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 119
FROSTAVETUR
119
af að fara út og láta svo þíða nef og eyru
með klaka þessa daga.
Þessa daga í janúar var allt orðið fullt
af ís og samfrosið við land. Rögnvaldur
[Sigurðsson] í Litlu-Brekku og Siggi kletta
[Jónasson] gengu fram í Drangey og sáu
hvergi líf enda allt samfrosið, hvergi vök.
Síðasta vökin sem ég man eftir áður en
allt varð samfrosta var við Bæjarkletta.
Hélst hún raunar opin vegna þess að þar
var krökkt af æðarfugli o.fl. og tugir af
hnísum. Allt þetta var að reyna að bjarga
lífi undan ægivaldi hafíssins. Nokkra
daga var vonlaus lífsbarátta háð. Við
komum að vökinni daglega og bárum
þangað moð úr fjárhúsum og eitthvað
af mat. Fuglinn sat mikið á moðinu því
að þeir sem settust á ísinn frusu fastir.
Vökin minnkaði smám saman, fugli og
hnísu fækkaði og einn morgun er við
komum var allt orðið samfrosta. Fuglinn
dauður, hnísurnar horfnar. Höfðu þær
vitanlega kafnað. Það voru daufir piltar
sem gengu heim frá þessu[m] dánarbeði.
Þessa daga var bjart veður og sáust því
vel hin geysilegu hafþök hvert sem auga
leit. Norðvestur af Málmey sáust stórhveli
halda opinni vök, sáust þar miklir
gufustrókar annað slagið sem birtust
enn betur vegna hins mikla kulda. Ekki
voguðu menn að fara þarna út á ísinn til
að aðgæta þetta frekar og svo fór að allt
lífsmark hvarf, hvergi opin vök.
Nokkuð var um mannaferðir innan-
fjarðar á ísnum, gengið var fram í
Drangey en þar var enginn lífsvottur
sjáanlegur. Í Málmey var þá margbýli
en bændur þar höfðu samband við land
á ísnum. Fóru þeir á milli með sleða og
báru á baki lífsnauðsynjar. Vildu menn
ógjarnan vera einir á ferð því að mikla
aðgát þurfti að sýna.
Man ég að við fjórir náungar frá Bæ,
allir um og innan við 20 ára, vorum
sendir inn í Kolkuós [15. janúar 1918]
að sækja nautkálf á öðru ári sem faðir
minn keypti þar. Sleða höfðum við
og bundum tudda á hann og ábreiðu
yfir og nú streittumst við sveittir þó
kalt væri. Sleðinn skar niður á ísnum
og var verulega rammdrægur en þetta
var ævintýri sem ekki var daglegur
viðburður. Á Hofsósi var fólk á skautum
á sjónum fram af ánni. Vegna seltunnar
var svellið stamt og ef nokkuð linaði
frost þá myndaðist krap ofan á ísnum
sem vont var að ganga á. Það var komið
myrkur þegar við komum heim, mikið
frost en þó vorum við sveittir. Það er
ekki mikil fönn því að þegar stórhríðin
var mest eftir áramótin festi ekki vegna
storms. Jörðin er nú alltaf að springa og
hérna á hlaðinu er sprunga sem alltaf er
að breytast og okkur er bannað að fara
Bátur í hafís, óvíst hvar. Á kinnungi má lesa
VE-108. Samkvæmt bókinni Íslensk skip 4
bar vélbáturinn Gotta í Vestmannaeyjum þá
einkennisstafi. Smíðuð í Danmörku 1916,
35 brúttólestir.
Eig. myndar: Minjasafnið á Akureyri