Skagfirðingabók - 01.01.2015, Page 121
FROSTAVETUR
121
nótt á ferð utan úr Hofsós við annan
mann á leið til Hóla. Þeir voru með
fjóra eða sex hesta undir klyfjum. Hvað
eftir annað kastaði veðrið hestunum um
og annað slagið þurftu þeir að stansa til
að þíða kal á nefi og kinnbeinum. Síðar
flagnaði húð af andlitum þeirra. Við illan
leik komust þeir að Marbæli í Óslands-
hlíð og fengu þar kærkomið húsaskjól.
Í þessari gjörningahríð lentu margir í
erfiðleikum á ferð. Marga kól á andlitum
og fótum en einmitt þessa nótt var að
byrja hinn mikli og örlagaríki frostavetur.
Vegna matvælainnflutninganna frá
Sauðárkróki, þar sem hver bóndi þurfti
að sækja sinn skammt, urðu miklar
mannaferðir um hérað þó ferðaveður
væru ekki alltaf ákjósanleg. En alls staðar
tóku húsbændur gestum tveim höndum,
t.d. gistu á einu býli 26 manns eina
nóttina. Hermann [Jónsson] á Ysta-Mói
í Fljótum segir mér að í janúar eftir að
allt var orðið samfrosta af ís, hafi hann
lagt á stað frá heimili sínu, sem þá var í
Málmey á Skagafirði. Ætlaði hann aðeins
inn á Hofsós, þar hélt hann að úthlutun
matvöru færi fram. Eins og áður er sagt
vildi svo slysalega til að öllum matnum
þurfti að skipa upp á Sauðárkrók. Faðir
minn, sem var oddviti þá og úthlutunar-
stjóri hér að austan, stefndi nú bændum
til Sauðárkróks og urðu af þessu miklar
mannaferðir, t.d. fóru þeir saman gang-
andi en flestir voru með sleða í eftirdragi
eða sameinuðust tveir um einn sleða. Þeir
fóru beina leið á ísnum frá Grafarhlein
rétt innan við Grafarós og á Sauðárkrók.
Þetta þótti þeim drjúgur gangur, bæði
töfðu hafísborgir sem krækja þurfti
fyrir og lagísinn var einnig seinfarinn.
Mikil þröng var á sölustaðnum og
gekk því afgreiðsla seinna en mörgum
þótti hentugt vegna heimilisástæðna.
Þeir tóku sér gistingu saman á gististað
Hermann Jónsson og Páll Erlendsson frá
Þrastarstöðum (sonur Erlendar Pálssonar
verslunarstjóra í Grafarósi). Fengu þeir
náttstað í óupphituðu herbergi á loft-
hæð. Þeir sváfu saman og vitanlega í
öllum fötum. Páll var með loðhúfu en
Hermann var berhöfðaður þegar til
svefns var gengið en er þeir vöknuðu
snemma morguns vegna kulda var
loðhúfa Páls og hárið á Hermanni frosið
Djúpavíkin suður frá
Bæjarklettum. Sjá nánar
myndartexta á bls. 118.
Ljósm.: Hjalti Pálsson