Skagfirðingabók - 01.01.2015, Síða 125
125
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
SKÍRNARFONTURINN
Í HÓLADÓMKIRKJU
Inngangur
SKÍRN ER ævaforn siður og ein mikil-
vægasta helgiathöfn kristninnar, þar
sem hinn skírði er tekinn inn í samfélag
kristinna manna. Orðið skírn er skylt
orðinu skír, sem þýðir hreinn (sbr.
skíragull) og felur athöfnin að skíra því
í sér eins konar hreinsun eða þvott, enda
kemur vatn við sögu.
Orðið sakramenti er komið úr latínu
og þýðir „leyndardómur“ eða „helgur
dómur“, stundum kallað „náðarmeðal“ á
íslensku. Í kirkjunni er orðið notað um
ákveðnar athafnir og hefur sakramenti
verið skýrgreint á þennan hátt:
Sakramenti er heilög athöfn, sem
Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann
veitir ósýnilegum, himneskum náðar-
gjöfum gegnum sýnilegt, jarðneskt efni
samkvæmt orði sínu.
Að skilningi þjóðkirkjunnar og annarra
mótmælendakirkna eru það aðeins tvær
athafnir sem standast þessa skýrgreiningu
og þær eru annars vegar skírn (gegnum
vatn) og hins vegar heilög kvöldmáltíð
eða altarissakramentið (gegnum brauð
og vín). „Skírnin veitir allt, sem til þess
þarf, að nýtt líf geti byrjað hjá oss. En
. . . hið nýja líf [þarf ] sífellt nýja næring
og styrking. Þetta veitir kvöldmáltíðin.“
(Helgi Hálfdánarson 2000, 138).
Skírn (í kristnum skilningi) stofnsetti
Jesús eftir upprisuna þegar hann sendi
postula sína út um heiminn til að gera
allar þjóðir að lærisveinum, skíra þær
og kenna þeim og hét að vera með
þeim allt til enda veraldar eins og segir í
Matteusarguðspjalli 28.18–20.1 Þau orð
eru nefnd innsetningarorð skírnarinnar
eða skírnarskipunin og er farið með þau
orð í hvert skipti sem skírt er í kirkjunni:
Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og
sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og
jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að
1 Skírn af einhverjum toga er þó eldri, t.d. Jóhannesarskírn. Í Lúkasarguðspjalli 3.16, segir um hana: En Jóhannes
svaraði öllum og sagði: „Ég skíri yður með vatni, en sá kemur, sem mér er máttugri, og er ég ekki verður að leysa
skóþveng hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.“